Keflavíkurflugvöllur eins og draugabær Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 17:58 Nánast engir ferðamenn eru að koma til landsins og engir Íslendingar á leið úr landi. Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman. Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan. 240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur leit út eins og draugabær í dag en ferðamönnum hefur fækkað gífurlega hér á landi og sömuleiðis ferðum Íslendinga vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og samkomubanns. Fyrr í þessum mánuði fór þar að auki að draga verulega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Sjá einnig: Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Samkomubannið sem er í gildi hér á landi var hert á miðnætti og mega tuttugu manns eða fleiri nú ekki koma saman. Sjá einnig: „Við erum ekkert að grínast með þetta“ Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir fjölda fyrirtækja skella í lás í dag á fyrsta degi herts samkomubanns. Sum fyrirtæki megi hreinlega ekki starfa, önnur sjá ekki hag sinn í að hafa opið og mörgum er lokað vegna lítillar eftirspurnar. Sjá einnig: Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, tók göngutúr um Keflavíkurflugvöll í dag og fangaði andrúmsloftið. Myndirnar má sjá hér að neðan. 240 manns var sagt upp hjá Icelandair í gær og var einnig gripið til annarskonar aðgerða.Vísir/Vilhelm Fáir ferðamenn voru að fara í flug í dag.Vísir/Vilhelm Þessi ferðamaður var á leið úr landi og var ef til vill beðinn um að slökkva ljósin á eftir sér.Vísir/Vilhelm Bílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru nánast tóm.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Flugvélum hefur verið lagt víða um heim.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira