Þriggja vikna útgöngubann sett á rúmlega milljarð manna á Indlandi Þórir Guðmundsson skrifar 24. mars 2020 18:50 Indverjar fylgdust agndofa með ræðu forsætisráðherrans í dag, en næstu þrjár vikur eiga þeir allir að halda sig inni á heimilinu. AP/Manish Swarup Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Íbúar Indlands, sem eru um 1,3 milljarður manna, eiga að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar samkvæmt tilskipun stjórnvalda. Útgöngubannið er talið eitt það strangasta sem sett hefur verið í heiminum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Narendra Modi forsætisráðherra Indlands tilkynnti um útgöngubanið í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag. Samstundis myndaðist mannþröng við verslanir og fólk byrjaði að safna birgðum svo til uppþota kom. Lögregla reyndi víða að dreifa mannfjölda. „Til þess að bjarga Indlandi og Indverjum, þá verður algjört bann á að fólk fari út af heimilum sínum,“ sagði Modi í ávarpinu. Armstrong Changsan sendiherra Indlands á Íslandi segir að lögregla muni fylgja útgöngubanninu vel eftir. Armstrong Changsan sendiherra Indlands í Reykjavík segir þó að fólki verði heimilt að fara út að kaupa sér nauðsynjar en ekki fleiri en fjórir í einu. Stjórnvöld hafi gripið til lagaákvæðis sem geri þeim kleift að beita þessu úrræði. Því sé ekki um tilmæli að ræða heldur fyrirmæli og lögregla muni fylgja þeim vel eftir. „Þetta þýðir í raun að Indland er lokað næstu þrjár vikur,“ sagði Changsan í samtali við Vísi. „Þessi afdrifaríka ákvörðun um útgöngubann er tekin með tilliti til stöðu landsins í þróunarmálum og þéttbýlis á Indlandi og sem betur fer er ekki enn farið að bera á innanlandssmitum,“ sagði hann. Changsan segir að fólk muni komast til innkaupa og reynt verði að koma nauðsynjum til þeirra sem það þurfa. Almenningssamgöngur muni þó liggja niðri sem og stórar verslanir. „Kaupmaðurinn á horninu fær að starfa, mjólk verður fáanleg, bensín verður fáanlegt og hægt verður að komast í banka,“ segir sendiherrann. Ekki hefur verið tilkynnt um nema 469 kórónuveirusmit á Indlandi og vitað er um 10 manns sem hafa látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum. Hins vegar er ólíklegt annað en að miklu fleiri smit séu ógreind. Stjórnvöld á Indlandi hafa miklar áhyggjur af fátækrahverfum stórborga þar sem tugir milljóna manna búa í hrörlegum kofum án rennandi vatns og salernisaðstöðu. Heilbrigðiskerfið í landinu er engan vegin í stakk búið að bregðast við ástandi eins og skapaðist í Kína, sem liggur að Indlandi í norðri.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira