Fann fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks Nadine Guðrún Yaghi og Eiður Þór Árnason skrifa 24. mars 2020 20:42 Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar urðu bæði fyrir því óláni að smitast af kórónuveirunni. Vísir Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir sem er með COVID-19 segist finna fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita að hún væri smituð. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að ekki standi til að setja á samgöngubann. Farþegafjöldinn í Herjólfi hafi þó hrunið. Í morgun var fyrsta smitið af völdum kórónuveirunnar staðfest á Austurlandi og nú eru smit komin upp í öllum heilbrigðisumdæmum. 30 eru smitaðir á Suðurnesjum, 74 á Suðurlandi, átta á Norðurlandi eystra, 14 á Norðurlandi vestra, einn á Vestfjörðum og fjórir á Vesturlandi. 41 smit hafa verið staðfest í Vestmannaeyjum og 500 manns eru í sóttkví en afar fáir eru á ferli í Vestmannaeyjum þessa daganna. „Við búumst náttúrulega ekki við því að það hægist mikið á þessu. Við erum núna með einhvern tugi sýna í rannsókn og eigum alveg von á því að fá einhver jákvæð smit staðfest þaðan. Ástæða þess er fyrst og fremst sú að þetta eru aðilar sem eru nánir aðstandendur þeirra sem þegar hafa verið greindir smitaðir,“ sagði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Ekki standi til að setja á útgöngu- eða samgöngubann. „Það hefur eiginlega gerst af sjálfu sér, farþegafjöldinn í Herjólfi hefur náttúrulega alveg hrunið en það er nú samt mikilvægt fyrir okkur Vestmanneyinga að skipið sigli alltaf.“ Fjórtán hafa verið greindir með veiruna í Húnaþingi vestra og eru um 300 manns í sóttkví. Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey er Íslandsmethafi í stangarstökki og situr nú í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu. Hún voni innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Allir íbúar Húnaþings vestra sæta nú tímabundinni úrvinnslusóttkví. „Við erum svosem vön eftir veturinn að vera í einhverju svona skrítnu ástandi. Það er búið að vera mikið óveður hérna, lokaðir skólar og fáir á ferli svolítið oft í vetur en þegar sólin glampar úti þá er þetta svolítið skrítið“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Húnaþing vestra Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira