Læknar vilja loka norðausturhorninu í vörn gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2020 08:44 Frá Raufarhöfn. Vísir/Vilhelm Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi. Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tveir heilsugæslulæknar á norðausturhorni landsins vilja að lokað verði fyrir almenna umferð inni á þjónustusvæði þeirra á norðausturhorni landsins, sem nær frá Jökulsá á Fjöllum við Ásbyrgi að Brekknaheiði sunnan við Þórshöfn, í vörn gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Læknarnir heita Sigurður Halldórsson og Atli Árnason og óskuðu eftir þessu í bréfi sem þeir sendu frá sér, að því er segir í frétt Morgunblaðsins. Þar eru hugmyndir læknanna að útfærslu á lokuninni útlistaðar en þeir leggja til að vöruflutningar verði háðir ströngum skilyrðum og að allir sem komi inn á svæðið fari í tveggja vikna sóttkví, ellegar verða vísað á brott. Ekkert smit hefur enn greinst á svæðinu, að því er Morgunblaðið hefur upp úr bréfi læknanna. Þeir bera því jafnframt fyrir sig að svæðið sé afar sjúkdómaþungt og margir íbúar í áhættuhóp fyrir veirunni. Þá segir í frétt blaðsins að aðgerðastjórn lögreglu á Norðurlandi eystra hafi fundað með Þórólfi Guðnasoni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni um tillögu læknanna í gær. Á fundinum hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að slík lokun landshluta þjónaði ekki tilgangi sínum heldur frestaði frekar vanda en leysti hann. Þá skili lokun svæða ekki árangri nema algjör sé og í langan tíma. Staðfest smit á landinu eru nú alls 648. Tilfelli veirunnar á Norðurlandi eystra eru átta og í gær greindist fyrsta smitið á Austurlandi.
Norðurþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45 Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28 „Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ná samkomulagi um björgunarpakka Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins. 25. mars 2020 06:45
Lést eftir að hafa innbyrt efni sem hann taldi Trump segja að hindri smit Karlmaður lést í Arizona-ríki í Bandaríkjunum á dögunum eftir að hafa innbyrt efnið chloroquine phosphate ásamt eiginkonu sinni í tilraun til þess að verja sig fyrir kórónuveirusmiti. 24. mars 2020 23:28
„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“ Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð. 25. mars 2020 07:00