Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 10:34 Forsíða DV.is í morgun. Fram hefur komið að Torg ætli að halda úti tveimur vefum, Frettabladid.is annars vegar og DV.is hins vegar. Forsíða DV.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Sjá meira