Karl Bretaprins hefur verið greindur með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu prinsins þar sem segir að hann hafi hingað til sýnt væg einkenni en sé annars við góða heilsu.
Eiginkona hans Camilla Parker-Bowles hefur einnig verið prófuð en hún reyndist ekki smituð. Þau eru nú bæði komin í sóttkví á heimili sínu. Þá segir að engin leið sé að vita hvar prinsinn hafi smitast, því hann hafi hitt svo marga í opinberum erindagjörðum sínum síðustu vikur.
A statement from the Queen says she "remains in good health" and last saw Prince Charles "briefly on the 12th March".
— Sky News (@SkyNews) March 25, 2020
Read the latest on Prince Charles's #COVID19 diagnosis: https://t.co/Ck55k1awIF pic.twitter.com/uSovVUaSrz