Skýlaus réttur til endurgreiðslu má ekki fara forgörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. apríl 2020 12:14 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna hvetur bæði fyrirtæki og neytendur til að sýna skilning á tímum heimsfaraldurs. Skýlaus réttur neytenda til endurgreiðslu megi þó ekki fara forgörðum og vonar hann að í næsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar verði úrræði fyrir ferðaþjónustuna og neytendur. Faraldur Kórónuveirunnar hefur haft gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna, en greinin er nánast tekjulaus. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði lögum um endurgreiðslu ekki breytt. Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir sé afar íþyngjandi á þessum tímum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir ótækt að rýra rétt neytenda. „Það eru einhverjir sem vilja víkja frá þessum lögum og það tel ég ekki góða hugmynd, það er ekki hægt að rýra rétt neytenda og sérstaklega ekki eftir á,“ sagði Breki Karlsson. Breki bendir á að aðgerða sé þörf til að bjarga ferðaskrifstofum. Neytendasamtökin vilja að stjórnvöld fari sömu leið og Danir. „Það sem Danir gerðu var að sprauta 1,5 milljarði danskra króna inn í sjóð og úr þeim sjóði geta fyrirtæki sótt lán til að endurgreiða neytendum og þeir hafa svo 10 ár til að borga það til baka,“ sagði Breki. Breki segir þessa innspýtingu hafa verið hluti af aðgerðarpakka dönsku ríkisstjórnarinnar. Vonast hann til að íslenska ríkisstjórnin geri slíkt hið sama. „Það væri alveg lag að ríkisstjórnin horfði nú til þessarar dönsku leiðar sem virðist vera að þjóna bæði neytendum og fyrirtækjum,“ sagði Breki. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við einnig frá því að engar fleiri sýningar verði sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs. Þeir sem eiga miða á sýningu sem fellur niður vegna ástandsins fá nýja miða í haust. Samkvæmt markaðsdeildum leikhúsanna verða miðar ekki endurgreiddir nema við afar sérstakar aðstæður en leikhúsin munu bjóða upp á þann valmöguleika að fá inneign í stað nýs miða. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að bæði neytendur og fyrirtæki sýni skilning á ástandinu. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að leikhúsin bjóði nýjar dagsetningar fyrir leikhússesti sína og flott ef gestir geti nýtt þessar nýju dagsetningar, en ef þeir geta ekki gert það þá eiga þeir skýlausan rétt til endurgreiðslu,“ sagði Breki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Leikhús Tengdar fréttir Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30 „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Engar fleiri sýningar verða sýndar hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu það sem eftir lifir þessa leikárs Engar fleiri sýningar verða sýndar það sem eftir lifir þessa leikárs hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu vegna samkomubanns. 18. apríl 2020 20:30
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36