Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2020 08:08 Starfsmaður á Heilsugæslunni Höfða sést hér með einn veirupinna í annarri höndinni þegar hann tekur sýni fyrir kórónuveirunni hjá manneskju sem situr inni í bílnum. Vísir/Vilhelm Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag. Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“ Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu. „Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45 Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. Takist að lækka þessa tölu, sem miðað er að því að gera með aðgerðum stjórnvalda, má lækka hlutfall hjarðónæmis í samfélaginu sem þarf til að faraldurinn stöðvist. Þetta kemur fram í grein sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir skrifa í Morgunblaðið í dag. Í greininni leggja Þórólfur, Alma, Víðir og Haraldur áherslu á að aðgerðir hingað til hafi miðast við að draga sem mest úr úrbreiðslu farsóttarinnar hér á landi og „hægja á faraldrinum með það fyrir augum að heilbrigðiskerfið geti sinnt sjúkum á hverjum tíma.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm Þá segir að útbreiðsla COVID-19 sé talin lúta útbreiðslutölunni Ro = 2,5, „sem merkir að hver smitandi einstaklingur smiti að meðaltali 2,5 aðra í næmri hjörð. Ef Ro er 1 verður engin útbreiðsla á faraldrinum. Ef Ro er Ef Ro er <1 fjarar faraldurinn út.“ Aðgerðir heilbrigðisyfirvalda hingað til, þ.e. að finna smitaða einstaklinga og einangra þá, að setja einkennalausa einstaklinga sem hafa verið í nánum tengslum við smitaða í sóttkví og stuðla að svokallaðri „félagsforðun“ (e. social distancing), miða að því að lækka þessa Ro-tölu. „Sambandið á milli útbreiðslutölunnar Ro og hjarðónæmis (H) er athyglisvert (H = 1-1/Ro). Ef útbreiðslutalan er 2,5 þarf 60% þjóðarinnar að verða með ónæmi (mótefni) til að faraldurinn stöðvist. Takist að lækka Ro dregur umtalsvert úr hlutfalli þeirra sem þurfa að hafa ónæmi í samfélaginu til að faraldurinn stöðvist,“ segir í greininni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54 Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45 Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Á annað þúsund nú látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum Alls hafa nú verið staðfest nærri 70 þúsund tilfelli kórónuveirusmits í Bandaríkjunum og fjölgaði þeim um tíu þúsund á einum degi. 26. mars 2020 06:54
Átján látnir af völdum COVID-19 í Stokkhómi á einum sólarhring Átján manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi á einum sólarhring. 26. mars 2020 06:45
Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa samgt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. 25. mars 2020 23:38