Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2020 11:05 Farandverkamaður tekur upp aspas í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Framleiðsla á grænmeti og ávöxtum í Evrópu eru að miklu leyti háð árstíðabundnum farandverkamönnum en kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vor. Vísir/EPA Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. Flest ferskvara berst enn í stórmarkaði Evrópu en byrjað er að þrengja að framboðinu víða, þar á meðal í Afríku og Evrópu þar sem mikið af grænmeti og ávöxtum álfunnar eru framleiddir. Því gæti borið á tómum hillum í verslunum á næstunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig hefur um helmingur þeirra sem vinna við uppskeru á grænum baunum í Keníu sem eru sendar til Evrópu verið sendur heim til sín því framleiðendur geta ekki komið vöru sinni inn í Evrópu vegna faraldursins. Í Suður-Afríku á 21 daga útgöngubann að taka gildi í þessar viku sem torveldar vöruflutninga þaðan. „Við vorum í tiltölulega góðri stöðu þar til fyrr í þessari viku en nú eru hlutirnir að verða virkilega erfiðir,“ segir Hans Muylaert-Gelein, framkvæmdastjóri Fruits Unlimited, fyrirtækis í Suður-Afríku, sem flytur ávexti og grænmeti til Bretlands. „Fleiri og fleiri flugferðir eru kyrrsettar þannig að ég býst við miklum röskunum,“ segir hann. Aðeins helmingur farandverkamannanna komst til Spánar Í Evrópu er það skortur á farandverkamönnum sem setur strik í reikning framleiðenda grænmetis og ávaxta. Von var á um 16.000 farandverkamönnum frá Marokkó í Huelva-héraði á Spáni til að týna jarðaber og aðra ávexti. Spánn er stærsti útflytjandi ávaxta í Evrópu. Innan við helmingur verkamannanna komst til landsins áður en Marokkó lokaði landamærum sínum til 20. apríl. Ferðatakmarkanir innan Evrópusambandsins tefja einnig vöruflutninga. Dæmi er um allt að átján klukkustunda biðtíma við suma landamærastöðvar. Evrópusambandið hefur hvatt aðildarríki sín til þess að liðka til fyrir vöruflutningum með sérstökum „grænum akreinum“ þar sem biðtími verði ekki meiri en korter. Þá segir Norbert Lins, formaður landbúnaðarnefndar Evrópuþingsins, að framkvæmdastjórnin og aðildarríkin ættu að finna leið til þess að leyfa ferðir farandverkamanna á milli landa á uppskerutímanum jafnvel þó að ferðatakmarkanir séu annars í gildi vegna faraldursins. Stórmarkaðir hafa þegar glímt við mikla eftirspurn sums staðar þegar viðskiptavinir hamstra vörur af ótta við faraldurinn. Þýska lágvöruverðsverslunarkeðjan Aldi segir að framboð á ávöxtum og grænmeti sé tryggt en að fyrirtækið fylgist grannt með þróuninni. Talskona Tesco í Bretlandi segir að eftirspurn hafi aukist mikið og fyrir vikið hafi hillur stundum tæmst. „Við biðjum viðskiptavini okkar um að kaupa aðeins það sem þeir þurfa svo það sé nóg fyrir alla,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. Flest ferskvara berst enn í stórmarkaði Evrópu en byrjað er að þrengja að framboðinu víða, þar á meðal í Afríku og Evrópu þar sem mikið af grænmeti og ávöxtum álfunnar eru framleiddir. Því gæti borið á tómum hillum í verslunum á næstunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þannig hefur um helmingur þeirra sem vinna við uppskeru á grænum baunum í Keníu sem eru sendar til Evrópu verið sendur heim til sín því framleiðendur geta ekki komið vöru sinni inn í Evrópu vegna faraldursins. Í Suður-Afríku á 21 daga útgöngubann að taka gildi í þessar viku sem torveldar vöruflutninga þaðan. „Við vorum í tiltölulega góðri stöðu þar til fyrr í þessari viku en nú eru hlutirnir að verða virkilega erfiðir,“ segir Hans Muylaert-Gelein, framkvæmdastjóri Fruits Unlimited, fyrirtækis í Suður-Afríku, sem flytur ávexti og grænmeti til Bretlands. „Fleiri og fleiri flugferðir eru kyrrsettar þannig að ég býst við miklum röskunum,“ segir hann. Aðeins helmingur farandverkamannanna komst til Spánar Í Evrópu er það skortur á farandverkamönnum sem setur strik í reikning framleiðenda grænmetis og ávaxta. Von var á um 16.000 farandverkamönnum frá Marokkó í Huelva-héraði á Spáni til að týna jarðaber og aðra ávexti. Spánn er stærsti útflytjandi ávaxta í Evrópu. Innan við helmingur verkamannanna komst til landsins áður en Marokkó lokaði landamærum sínum til 20. apríl. Ferðatakmarkanir innan Evrópusambandsins tefja einnig vöruflutninga. Dæmi er um allt að átján klukkustunda biðtíma við suma landamærastöðvar. Evrópusambandið hefur hvatt aðildarríki sín til þess að liðka til fyrir vöruflutningum með sérstökum „grænum akreinum“ þar sem biðtími verði ekki meiri en korter. Þá segir Norbert Lins, formaður landbúnaðarnefndar Evrópuþingsins, að framkvæmdastjórnin og aðildarríkin ættu að finna leið til þess að leyfa ferðir farandverkamanna á milli landa á uppskerutímanum jafnvel þó að ferðatakmarkanir séu annars í gildi vegna faraldursins. Stórmarkaðir hafa þegar glímt við mikla eftirspurn sums staðar þegar viðskiptavinir hamstra vörur af ótta við faraldurinn. Þýska lágvöruverðsverslunarkeðjan Aldi segir að framboð á ávöxtum og grænmeti sé tryggt en að fyrirtækið fylgist grannt með þróuninni. Talskona Tesco í Bretlandi segir að eftirspurn hafi aukist mikið og fyrir vikið hafi hillur stundum tæmst. „Við biðjum viðskiptavini okkar um að kaupa aðeins það sem þeir þurfa svo það sé nóg fyrir alla,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42
Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Verslunareigendur á Bretlandi líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk opinberlega til að hemja sig. 15. mars 2020 12:42
Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32