Leikmaður FH gefur eftir laun það sem eftir er tímabils Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 15:50 Arnar Freyr hefur skorað 65 mörk í 19 leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fleiri fréttir Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Sjá meira
Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Fleiri fréttir Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Sjá meira