Hinsegin samstaða á krefjandi tímum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. mars 2020 14:30 Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Sjá meira
Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun