Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2020 15:16 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt stjórnartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Reykjanesbrautin er inni í kafla um vegaframkvæmdir og hönnun, sem fær alls 1.860 milljónir króna, til viðbótar við gildandi áætlun, af 6.210 milljónum króna, sem verja á aukalega til samgönguframkvæmda. Sjá einnig: Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Frá Suðurlandsvegi við Gunnarshólma neðan Lögbergsbrekku.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Fimm önnur verkefni á Reykjavíkursvæðinu eru í þessum flokki; breikkun Suðurlandsvegar við Hádegismóa milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar, breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðhólum og Gunnarshólma, milli Fossvalla og Norðlingavaðs, og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Hafravatnsvegar. Ennfremur hönnun og undirbúningur vegna útfærslu Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi og hönnun og undirbúningur vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd. Þrjú verkefni utan suðvesturhornsins eru nefnd í þessum flokki; Snæfellsnesvegur um Skógarströnd, hringvegurinn efst á Holtavörðuheiði um Heiðarsporð, en þar er Biskupsbeygja, og loks endurbætur á þjóðveginum norðan Blönduóss í átt að Skagaströnd um Laxá og á Þverárfjallsvegi um Refasveit. Frá þjóðveginum um Holtavörðuheiði.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Til breikkunar einbreiðra brúa á að verja 700 milljónum króna en þær eru: Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Til nýrra hringtorga, sem öll verða á Suðurlandi, á að verja 200 milljónum króna. Þau verða við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Þá er óskipt framlag til tengivega upp á 1.000 milljónir króna. „Setja bundið slitlag á malarvegi um allt land. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi,“ segir í skýringum. Þá er sömuleiðis óskipt viðbótarfé til viðhalds upp á 1.000 milljónir króna með svohljóðandi skýringu: „Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum sem dreifist um land allt. Viðbót við fjárveitingar skv. samgönguáætlun.“ Samgöngur Umferðaröryggi Reykjanesbær Vogar Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt stjórnartillögu um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir á Alþingi í dag. Reykjanesbrautin er inni í kafla um vegaframkvæmdir og hönnun, sem fær alls 1.860 milljónir króna, til viðbótar við gildandi áætlun, af 6.210 milljónum króna, sem verja á aukalega til samgönguframkvæmda. Sjá einnig: Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Frá Suðurlandsvegi við Gunnarshólma neðan Lögbergsbrekku.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Fimm önnur verkefni á Reykjavíkursvæðinu eru í þessum flokki; breikkun Suðurlandsvegar við Hádegismóa milli Bæjarháls og Vesturlandsvegar, breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðhólum og Gunnarshólma, milli Fossvalla og Norðlingavaðs, og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ, milli Langatanga og Hafravatnsvegar. Ennfremur hönnun og undirbúningur vegna útfærslu Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Suðurlandsvegi og hönnun og undirbúningur vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fjarðarhrauni að Mjódd. Þrjú verkefni utan suðvesturhornsins eru nefnd í þessum flokki; Snæfellsnesvegur um Skógarströnd, hringvegurinn efst á Holtavörðuheiði um Heiðarsporð, en þar er Biskupsbeygja, og loks endurbætur á þjóðveginum norðan Blönduóss í átt að Skagaströnd um Laxá og á Þverárfjallsvegi um Refasveit. Frá þjóðveginum um Holtavörðuheiði.Vísir/Vilhelm Gunnarsson. Til breikkunar einbreiðra brúa á að verja 700 milljónum króna en þær eru: Köldukvíslargil á Norðausturvegi, Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, Botnsá í Tálknafirði, Bjarnadalsá í Önundarfirði, Núpsvötn, Stóra-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á Hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Til nýrra hringtorga, sem öll verða á Suðurlandi, á að verja 200 milljónum króna. Þau verða við Landvegamót, á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. Þá er óskipt framlag til tengivega upp á 1.000 milljónir króna. „Setja bundið slitlag á malarvegi um allt land. Fjárveiting dreifist um allt land í hlutfalli við þá tengivegi sem eftir eru á hverju svæði með malarslitlagi,“ segir í skýringum. Þá er sömuleiðis óskipt viðbótarfé til viðhalds upp á 1.000 milljónir króna með svohljóðandi skýringu: „Ýmsar aðgerðir í viðhaldi á vegum sem dreifist um land allt. Viðbót við fjárveitingar skv. samgönguáætlun.“
Samgöngur Umferðaröryggi Reykjanesbær Vogar Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira