Körfubolti

Keflavík heldur Wallen - Samið við þjálfara og 13 leikmenn

Sindri Sverrisson skrifar
Daniela Wallen Morillo hefur samið um að leika áfram með Keflvíkingum.
Daniela Wallen Morillo hefur samið um að leika áfram með Keflvíkingum. MYND/@KEFLAVIKKARFA

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við báða þjálfara og 13 leikmenn kvennaliðs félagsins sem varð í 3. sæti Domino‘s-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Leiktíðin var blásin af þegar þrjár umferðir voru eftir, vegna kórónuveirunnar. Þá var Keflavík í 3. sæti með 32 stig. Daniela Wallen var atkvæðamest í liðinu í helstu tölfræðiþáttum, með 24,7 stig að meðaltali í leik, 13,1 fráköst og 4,9 stoðsendingar. Wallen hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Keflavík og skrifað undir samning þess efnis.

Þjálfararnir Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson, sem tóku við liðinu síðasta sumar, hafa sömuleiðis samið um að stýra Keflavíkurkonum áfram.

Eftirtaldir 13 leikmenn hafa sömuleiðis ákveðið að taka slaginn með liðinu á næstu leiktíð:

Katla Rún Garðarsdóttir, Erna Hákonardóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Kamilla Sól Viktorsdóttir, Elsa Albertsdóttir, Eydís Eva Þórisdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir, Edda Karlsdóttir, Sara Lind Kristjánsdóttir, Eva María Davíðsdóttir, Hjördís Lilja Traustadóttir.


Tengdar fréttir

Keflvíkingar reikna með að spila án Kana

Kristján Einar Jóhannsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, reiknar með því að liðið leiki án bandarísks leikmanns fyrri hluta næstu leiktíðar hið minnsta.

Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja

Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×