Kína og Bandaríkin taka höndum saman í baráttunni við veiruna Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2020 08:08 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping forseti Kína. Vísir/getty Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Leiðtogar risaveldanna Kína og Bandaríkjanna ræddu saman á símafundi í nótt þar sem faraldur kórónuveiru var að sjálfsögðu aðal umræðuefnið. Kínverjar hafa verið óhressir með Donald Trump Bandaríkjaforseta sem ítrekað hefur kallað kórónuveiruna Kínaveiruna, en hún átti upptök sín í Wuhan í Kína. Trump sagði á Twitter-síðu sinni í nótt að Kínverjar og Bandaríkjamenn væru í miklu samstarfi vegna málsins og að á milli ríkjanna ríki gagnkvæm virðing. Just finished a very good conversation with President Xi of China. Discussed in great detail the CoronaVirus that is ravaging large parts of our Planet. China has been through much & has developed a strong understanding of the Virus. We are working closely together. Much respect!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Kínverskir miðlar taka í svipaðan streng og hafa eftir Xi Jinping leiðtoga Kínverja að samsarf sé afar mikilvægt. Þá staðhæfir hann að Kínverjar hafi aldrei farið í grafgötur með útbreiðslu veirunnar, líkt og sumir á vesturlöndum hafa gagnrýnt þá fyrir. Þá segir Xi að Kínverjar séu nú í hjálparstarfi víða um heim til að aðstoða þau ríki sem eigi í mesum vanda. Hann mun einnig hafa sagt Trump forseta að Bandaríkjamönnum standi slík aðstoð einnig til boða. Ferðamannastaðir í kínversku höfuðborginni Peking voru opnaðir á ný í gær þar sem kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega síðustu vikur. Borgarbúar létu sjá sig utandyra eftir mikla inniveru og skoðuðu meðal annars kirsuberjatré í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Mun færri er þó hleypt inn í garðinn nú, eins og aðra ferðamannastaði, en áður en veiran greindist fyrst. Og við þetta er að bæta að um leið og Kínverjar virðast vera að rétta úr kútnum þá óttast þeir mjög að ný smit skjóti upp kollinum utanfrá og því hafa þeir tekið þá ákvörðun að banna öll ferðalög útlendinga til landsins og á það einnig við fólk sem þegar hefur ferða- eða landvistarleyfi í landinu. Í gær greindust aðeins fimmtíu og fimm smit í öllu Kína og voru fimmtíu og fjögur þeirra svokölluð utanlandssmit.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11 Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fjöldi tilfella á heimsvísu nær nú hálfri milljón Tilfelli kórónuveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en hálf milljón samkvæmt tölum frá John Hopkins háskólanum í Baltimore í Maryland-ríki Bandaríkjanna. 26. mars 2020 23:11
Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26. mars 2020 11:57
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43