Skoðun

Andvaka vegna ástandsins

Halldór G. Meyer skrifar

Ef ég væri móðir-náttúra, þá hefði ég líka hannað veiru sem dregur stórlega úr neyslu og hægir á hagvexi. Móðir náttúra veit að 3% hagvöxtur þýðir 3% samdráttur í náttúru. Móðir náttúra veit líka að náttúran grær um 2% á ári og þar af leiðandi yrði engin náttúra 100 árum síðar við viðvarandi 3% hagvöxt. Ég hefði líka komið henni fyrir í stórborg og séð til þess að hýslar beri hana á milli sín í þéttbíliskjörnum og valdi ótta með tilheyrandi snöggkólnun og hægjun . Veiran á ekki að hafa þann tilgang að útrýma hýslinum. Hún á að hafa þann tilgang að lífsmunstur og hegðun fólks verði ekki til þess að það útrými sjálfum sér.

Um það hvort við séum á góðri leið með að útrýma okkur eru margir í miklum vafa. Jafnvel flestir. Það er erfitt að horfast í augun við staðreyndir. Það er ennþá erfiðara að breyta út af gömlum vana. Jafnvel ómögulegt. Sá sem þetta skrifar er bæði langt yfir meðaltali í mengandi neyslu og fastari en flestir í gömlum vönum. Staðreyndirnar eru bara það ógnvæginlegar að við lítum sem heild einfaldlega framhjá þeim. Það er staðreynd að uppsafnaður koltvísíringur er að hækka hitastig jarðar um 3-5 gráður fyrir 2050 eða eftir 30 ár. Sjávarmál mun sökkva ótal stórborgum víða um heim. Hvirfilbylir geysa á hverju ári sem áður birtust á 500 ára fremsti… Ok, ég ætla aðeins að stoppa upptalningu, lesandi góður, mér ber að afsaka ef ég skrifa í talstíl, en ætlunin er ekki heldur að skrifa fræðirit… Heldur flæði eins og það kemur út úr mér. Ég veit ekki hvar ég ætti að stoppa í þessari upptalningu. eyðing regnskóga í Amazon, bráðnun á svokölluðum permafrosti sem hjúpar botnlaust metan í jörðu á norðurhveli jarðar sem mun margfalda núverandi mengun ef hún sleppur út í andrúmsloftið, ofveiði og útrýming á mörgum dýrateundum og fl. og fl.

Við erum gjörsamlega trylltir einnota umbúða-neyslu fíklar og stefnum á að gera jörðina okkar óbyggilega á innan við 70 árum. Við erum á 500 km hraða niður í svartholið. Hraðaukningin eykst um 100 km á ári og eftir 10 ár munum við sjá skilti sem á stendur ,,POINT OF NO RETURN”. Ef við hættum að fá okkur, þá leggst allt á hliðina. En allir eru að fá sér, eins og maðurinn sagði. Á ÉG að hætta að fá mér? Á ÉG að ganga um í lopapeysu og gömlum lufsum? Á ÉG að labba í vinnuna? Skólann? Á ÉG að hætta að fá Fréttablaðið inn um lúguna? Má ég ekki vera í nýjasta skíðagallanum? Fara í krús á skemmtiferðaskipi sem eyðir meiri olíu en allur bílafloti Íslendinga? Og það í hægagangi við bryggju? Það eru allir að fá sér.

Staðreyndin er að við höfum 10 ár til að koma okkur úr Armani jakkafötnum og Boss skyrtunni og í ullarpeysuna. Við höfum minni tíma til að drepa skrímslin sem sólgra í sig risaeðlusafa og spúa út úr sér CO2. Mér findist allt í lagi að margfalda skatta á allt innflutt. Sérstaklega allt innflutt sem mengar. Eins og bensín og olía. Líterinn ætti að kosta 500 kr. í það minnsta. Á sama tíma ætti að vera ókeypis að setja metan í alla bíla. Ríkið borgar. Rafmagnsbílar niðurgreiddir meira. Álögur á bensín og díslelbíla stóraukið. Hálaunafólkið sem stjórna landina segja að það sé verið að gera fullt. Allskonar. Ég heyrði Katrínu Jakobs VG segja “Já en allir hinir eru að fá sér” í áramótaávarpi. Þá að það lægi ekkert svo mikið á af því að allar aðrar þjóðir flíti sér svo hægt í breytingar. Getur verið að helsta ástæðan fyrir því að við höfum ekki fundið vitsmunalíf á öðrum hnöttum að það eru allir búnir að útrýma sjálfum sér áður en tækniframfarir gera þeim það kleift að ná sambandi. Kannski er þetta bara fyrirfram innbyggt inní kerfið. Lífstími hverrar plánetu er… rétt áður en þau uppgötva aðrar vitsmunaverur í kringum sig.?

Hvað á þá allt þetta fólk að gera ef við þurfum að búa við 1-2% hagvöxt eða jafnvel undir því? Verða ekki bara flestir atvinnulausir? Hvað með ef kvótinn komist aftur í eigur fólksins? Er þá ekki bara nóg til skiptana? Þurfum við ekki bara að sjá hvað ullarvafinn atvinnuleysingi í sauðskinnskóm tekur sér fyrir hendur? Gæti verið að eftir að vera orðinn leiður á öllu hangsi fari hann að gera eitthvað skapandi? Hanni forrit? Færi jafnvel að hreyfa sig? Hjóli í næsta póstnúmer? Fari í tjaldferðalag? Ekkert einbýlishús í eftirdragi? Getur verið að Covid-19 verði pillan sem móðir náttúri gaf okkur sem þjappaði okkur saman og bremsaði okkur niður áður en við þeyttumst framhjá skiltinu?. Að mankynið vaknaði loksins upp eftir 50 ára neyslufyllerí? Hvað ætli Feneyingum finnist um það að sjá loks til botns í síkjunum sínum eftir allan hryllinginn? Hvað ætli Shanghæingum finnist um bláa himininn sem þeir vakna upp við núna? Hvað ætli nýju-jórvíksbúum finnist um kyrrðina á Time Square og á Fifth Avenue?

Þurfum við ekki að hugsa allt saman uppá nýtt? Sem einstaklingar, fjölskylda, hverfi, borg? Sem þjóð? Sem jörð? Væri ekki frábært ef Ísland væri í algjörum fararbroddi í umhverfismálum? Ef ekki Ísland, hverjir þá? Ég labba með hundinn minn framhjá ráðherrabústaðinum á hverjum degi. Daglegir fundir núna. Þar sitja einkabílstjórar og hlýja sér með bensín bílana í gangi. Ef ráðherrum er ekki alvara, á þá öllum öðrum að vera alvara? Þarf þetta ekki að byrja þarna? Á leiðtoganum sem mætir á Íslenskum orkugjafa? Eða jafnvel á hjóli? Strætó? Mig langar að leggja meira að mörkum. Miklu meira. Fljúga minna. Ferðast meira innanlands og helst á innlendum orkugjafa. Mig langar að labba alltaf í vinnuna, eða hjóla. Hoppa uppí ókeypis litla strætisvagna sem ganga fyrir metan sem ég get gengið að vísu að komi á 5 mín. fresti. Mig langar að minnka fatarkaup og nýta betur það sem ég á. Hætta að henda öllu og kaupa bara nýtt. Gera við. Ég vil ekki sjá að þessi veira verði til einskis. Ég vona að fólk sjái samhengið sem mér finnst ég vera að sjá. Að óvinir geti sameinast í baráttu, ekki við veiruna heldur við okkur sjálf. Ávana og venjur okkar sem heild. Góðar stundir og lifið heil.

Höfundur er framkvæmdastjóri Stay ehf.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×