Neyðarsjúkrahús reist í Íran þar sem faraldurinn logar Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 13:35 Starfsmaður í hlífðarbúnaði gengur um neyðarspítala hersins í Teheran, sem gerður er fyrir 2.000 sjúklinga, í stórri sýningarhöll í norðurhluta borgarinnar. Ebrahim Noroozi/AP Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls. Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sögðu í dag að 144 hefðu látið lífið úr Covid-19 sjúkdómnum síðastliðinn sólarhring. Alls hafa greinst 32.000 tilfelli kórónuveirunnar í landinu og næstum 2.400 manns hafa látið lífið úr sjúkdómnum sem veiran veldur. Yfirvöld halda því fram að þau hafi stjórn á faraldrinum en að sögn AP fréttastofunnar óttast margir að heilbrigðiskerfið í landinu muni ekki ráða við álagið mikið lengur. Íranski herinn er búinn að reisa tvö þúsund rúma neyðarspítala í höfuðborginni Teheran. Ríkissjónvarpið hafði eftir Ali Jahanshahi hershöfðingja í gærkvöldi að herinn væri búinn að afhenda heilbrigðiskerfinu sjúkrahúsið og að þar yrði hægt að taka við sjúklingum í næstu viku. Á myndum af spítalanum, sem er í risastórum sýningarsal í norðanverðri borginni, má sjá að ekki er gert ráð fyrir skilrúmum milli sjúklinga. Óljóst er hvaða lækningatæki verða notuð. Stjórnvöld í Íran hvetja fólk til að halda sig heima en hafa ekki sett útgöngubann líkt og önnur lönd á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrr í þessari viku hafnaði Ali Khamenei æðsti leiðtogi Írans tilboði Bandaríkjastjórnar um aðstoð. Á síðustu dögum hafa hundruð Írana orðið veikir eða jafnvel látið lífið eftir að drekka metanól, sem margir halda að veiti vernd gegn kórónuveirunni. Margir íbúar landsins eru fullir grunsemda í garð stjórnvalda, sem reyndu að gera lítið úr faraldrinum í upphafi. Vantraust á hið opinbera hefur virkað sem olía á eld flökkusagna og kenninga um mátt meintra lækningameðala, þar á meðal metanóls.
Íran Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira