Hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:33 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sést hér með Ölmu Möller, landlækni, og Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví vegna COVID-19. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er meðal annars kveðið á um það hverjir eru skyldugir til þess að sæta sóttkví og hvaða reglur gilda í sóttkví. Þá er þess einnig getið í reglunum að brot gegn þeim getur varðað sektum eða fangelsisvist. Samkvæmt reglunum felst eftirfarandi í því að vera í sóttkví: a. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. b. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir. c. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. d. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. e. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né á staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. í verslanir eða lyfjabúðir. f. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví sem fylgir reglunum og sjá má hér á vef landlæknis. Þá gilda sérstakar reglur um einangrun: „Einstaklingar sem eru með staðfesta sýkingu af COVID-19 eða ætla má að þeir kunni að vera smitaðir, en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Ákvæði 4. og 5. gr. eiga einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Að jafnaði skal einstaklingur sem er smitaður vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun. Sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2 með reglum þessum. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til. Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga.“ Reglur um einangrun og sóttkví má lesa í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglur um einangrun og sóttkví vegna COVID-19. Reglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum en í þeim er meðal annars kveðið á um það hverjir eru skyldugir til þess að sæta sóttkví og hvaða reglur gilda í sóttkví. Þá er þess einnig getið í reglunum að brot gegn þeim getur varðað sektum eða fangelsisvist. Samkvæmt reglunum felst eftirfarandi í því að vera í sóttkví: a. Einstaklingur má ekki fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, svo sem til að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. b. Einstaklingur má ekki taka á móti gestum á heimili sínu meðan sóttkví stendur yfir. c. Einstaklingur má ekki nota almenningssamgöngur eða leigubíla. d. Einstaklingur má ekki fara til vinnu eða skóla þar sem aðrir eru. e. Einstaklingur má hvorki fara á mannamót né á staði þar sem margir koma saman, þ.m.t. í verslanir eða lyfjabúðir. f. Einstaklingur má ekki dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, svo sem stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum, nema á leið inn og út. Sóttvarnalæknir hefur síðan gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um sóttkví sem fylgir reglunum og sjá má hér á vef landlæknis. Þá gilda sérstakar reglur um einangrun: „Einstaklingar sem eru með staðfesta sýkingu af COVID-19 eða ætla má að þeir kunni að vera smitaðir, en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda, skulu vera í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Einstaklingur í einangrun á að halda sig heima við og hafa bein samskipti við sem fæsta, sbr. leiðbeiningar sóttvarnalæknis. Ákvæði 4. og 5. gr. eiga einnig við um þá sem sæta einangrun nema strangari reglur eigi við. Að jafnaði skal einstaklingur sem er smitaður vera einsamall í einangrun. Aðrir heimilismenn geta þó verið í sóttkví á sama stað ef þeir vilja ekki eða geta ekki farið af heimilinu en þeir eiga að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og raunhæft er og helst að halda sig í a.m.k. 1 m fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tíma sem aðrir heimilismenn þurfa að vera í sóttkví og mögulega einangrun. Sóttvarnalæknir hefur gefið út nánari leiðbeiningar fyrir almenning um einangrun, sbr. fylgiskjal 2 með reglum þessum. Einnig getur hann mælt sérstaklega fyrir um hvernig einangrun skuli háttað í einstaka tilfellum, telji hann tilefni til. Einangrun vegna COVID-19 má læknir aflétta þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k. sjö daga.“ Reglur um einangrun og sóttkví má lesa í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira