Innlent

Mögulegt að faraldurinn komi aftur og aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor í læknisfræði.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor í læknisfræði. Vísir/Vilhelm

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor í læknisfræði, segir mögulegt að nýja kórónuveiran stingi upp kollinum aftur og aftur. Hann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda hefur fyrirtæki hans leikið lykilhlutverk í rannsóknum á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi.

Rannsóknir þessar gætu haft mikið að segja um kortlagningu veirunnar um heim allan og það hvernig hún stökkbreytist við að smitast á milli fólks.

„Heilbrigðiskerfi heimsins hafa ekki verið hönnuð til að takast á við svona lagað,“ sagði Kári.

Rætt var við Kára í Ísland í dag í gær. Þar var farið yfir það að Kára þyki óhuggulegt hve banvænn Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, er og það hvort vísindamenn hafi sofið á verðinum í aðdraganda heimsfaraldursins.

Einnig var farið yfir það að Kári og Persónuvernd hafa í tvígang lent saman á undanförnum vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×