Fólkið gæti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. mars 2020 11:57 Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira
Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira