Fjöldi tilkynninga mikil vonbrigði Andri Eysteinsson skrifar 28. mars 2020 15:25 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
„Ég sé ekki af hverju við ættum að fara í hertari aðgerðir ef það þarf ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir sagði að ljóst væri að þörf væri á að gengið yrði harðar eftir því að tilmælum væri fylgt. „Þær skipta hundruðum tilkynningarnar eftir nóttina, um það sem hefði mátt betur fara í samfélaginu síðasta sólarhring. Það kallar á að við endurskoðum hvernig við fylgjum þessu eftir sem eru mikil vonbrigði,“ sagði Víðir. Samkomubann hefur verið í gildi hér á landi síðan 15. mars síðastliðinn og gert ráð fyrir að það standi hið minnsta til 13. apríl. Í fyrstu miðaðist bannið við 100 manns en hefur síðan verið hert og stendur nú í 20. Bæði Víðir og sóttvarnarlæknir, Þórólfur Guðnason, sögðu að ekki væri þörf á að beita hertari aðgerðum, svo sem útgöngubanni, að svo stöddu. „Hver breyting á hertum aðgerðum hefur mikil samfélagsleg áhrif og mikið samfélagslegt tjón og á meðan við teljum hertari aðgerðir ekki skila sérstökum árangri sem þróunin myndi kalla á er engin ástæða til að skemma samfélagið meira en við þurfum. Við erum að valda gríðarlegu tjóni í samfélaginu með þessum aðgerðum,“ sagði Víðir. Þó verði ekki hikað við að taka þær ákvarðanir ef þess þarf seinna meir. „Við höfum sagt það, að ef við lokum landinu eða lokum landshlutum er það eina sem gerist þá að við fáum faraldurinn seinna, við seinkum honum. Við getum ekki sloppið við hann. Ég tel að við séum að fylgja öllum ráðleggingum með því að gera ekki of mikið og ekki of lítið. Reyna að komast eins vel út úr þessu og mögulegt er og með sem minnstum skaða,“ sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira