Sala áfengis bönnuð fyrirvaralaust í Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2020 07:44 Frá Nuuk á Grænlandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi: Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, setti fyrirvaralaust á áfengisbann í Nuuk og nágrannabyggðum í gærkvöldi, laugardagskvöldi. Tilkynning þess efnis var send út klukkan 20 í gærkvöldi og tók bannið samstundis gildi. Bannið tekur til sölu og dreifingu áfengis með 2,25% áfengisstyrk eða hærri og gildir fyrst um sinn næstu átján daga, til 15. apríl, eða fram yfir páska. Athygli vekur að áfengisbannið nær ekki til alls Grænlands heldur aðeins til höfuðstaðarins Nuuk og tveggja nágrannaþorpa, Kapisillit og Qeqertarsuatsiaat. Áfengi er selt í matvöruverslunum á Grænlandi, eins og fram kom í þætti Stöðvar 2 frá Nuuk árið 2017. Sjá hér: Nuuk er engin afdalabyggð Kim Kielsen, sem áður var lögreglumaður, segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrst og fremst með hagsmuni barna í huga. Hér er hann í hópi flokksfélaga að fagna sigri á kosningavöku Siumut-flokksins.Stöð 2/Skjáskot úr frétt. Kim Kielsen segist í yfirlýsingu hafa tekið þessa ákvörðun til að vinna gegn útbreiðslu kórónu-faraldursins en aðallega þó til að vernda börn á heimilum. „Í aðstæðum þar sem skólum, stofnunum, veitingastöðum, börum og menningarviðburðum hefur verið lokað fylgjast yfirvöld grannt með áfengisneyslu á heimilunum. Slík þróun mun ekki aðeins hafa áhrif á börn og fjölskyldulíf, heldur mun hún einnig auka hættu á dreifingu Covid 19, þar sem fólk er minna meðvitað um hættu á smiti við áfengisdrykkju. Í Nuuk hafa nú þegar 10 tilfelli smits greinst,“ segir Kielsen. Sjá einnig: Ofbeldi á Grænlandi tengt áfengi og karlamenningu „Í svona sérstökum aðstæðum verðum við að gera margar varúðarráðstafanir til að forðast smit. En kjarninn í ákvörðun minni er að vernda börn, þau verða að eiga öruggt heimili. Ég vona að sem samfélag sjáum við aðstæður barna sem sameiginlegt áhyggjuefni, að við öll stuðlum að öruggu samfélagi,“ segir Kim Kielsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir þremur árum um áfengi og ofbeldi á Grænlandi:
Grænland Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56 Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Stækka neyðarathvarf í Nuuk vegna aukins heimilisofbeldis Dökkar hliðar á félagslegum áhrifum samkomubanns, sem fylgja aðgerðum gegn kórónu-faraldrinum, eru nú teknar að birtast á Grænlandi. 30. mars 2020 10:05
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Fyrsta tilfellið staðfest á Grænlandi Yfirvöld Grænlands hafa greint fyrsta tilfelli Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, þar í landi. 16. mars 2020 15:56
Íslendingum vísað burt á flugvellinum í Færeyjum Fjórum Íslendingum, sem hugðust heimsækja Færeyjar , var vísað burt á flugvellinum í Vogum og meinað að koma inn í landið, í samræmi við hertar reglur Færeyinga vegna kórónufaraldursins. 18. mars 2020 21:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent