Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um þróun og útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 

Rætt verður við verðandi mæður, en smit sem greindist á sængurlegudeild Landspítalans hefur orðið til þess að takmörkun er á því hvort feður eða aðstandendur geti verið með nýbökuðum mæðrum og nýfæddum börnum sínum á spítalanum.

Þá verður rætt við formann Efnahags- og viðskiptanefndar um tillögu nefndarinnar þar sem fyrirtækjum sem muni njóta skjóls frá skattgreiðendum verði bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur.

Í fréttatímanum hittum við einnig mann sem nýtur þess að sitja í hæginastól sínum og prjóna lopapeysur og kynnum okkur fjarnámskeið sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×