Innlent

Segja fjár­laga­frum­varpið hlífa há­tekju­fólki og ein­kennast af ósk­hyggju og draum­sýn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir það einkennast af draumsýn og óskhyggju.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 á Alþingi í dag. Stjórnarandstaðan segir það einkennast af draumsýn og óskhyggju. Vísir/Vilhelm
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, mælti fyrir fjárlagfrumvarpi fyrir árið 2020 á Alþingi í dag.

„Eins og kunnugt er var nauðsynlegt að enduskoða stefnu með fjármálasetenuf og þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun sem lögð var fram í lok mars vegna breyttra efnahagshorfa. Þetta var gert til þess að stuðla að því að aðhaldsstig opinberra fjármála yki ekki á samdrátt eða hjöðnun hagvaxtar umfram þá aðlögun sem hagkerfið gengur í gegnum  og fólu endurskoðun stefnumið í sér lækkun afkomumarkmiða,“ segir Bjarni.

Frumvarpið endurspegli markmið ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu.

„Fjárhagslegur styrkur ríkissjóðs er afleiðing þess góða árangurs sem náðst hefur undanfarin ár og leiðir hann til þess að unnt er að halda áfram uppbyggingu innviða og grunnþjónustu ríkisins,“ segir Bjarni.

Hlífi hátekjufólki um of

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi fjármálaráðherra fyrir að taka ekki mið áhrifaþáttum í alþjóðasamfélaginu og tók mið af viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína og og benti á að útganga Bretlands út Evrópusambandinu hefði áhrif á önnur lönd. Oddný gagnrýndi þá ríkisstjórnina fyrir að gera ekki kröfu til þeirra sem standi best í samfélaginu og nutu uppsveiflunnar um að leggja meira til samfélagsins í gegnum skattkerfið í niðursveiflu.

„Þvert á móti eru boðaðar breytingar á því hvernig skattstofn fyrir fjármagnstekjur eru reiknaðar sem ver fjármagnseigendur fyrir verðbólgu og er til lækkunar á skattinum. Ég vil því spyrja háttvirtan ráðherra hvort hann telji að óskhyggjan sem mér sýnist birtast í frumvarpinu um að allt fari á betri veg þótt útlit sé fyrir annað sé í anda laga um opinber fjármál, hvernig brugðist verði við verri stöðu og hvort gripið verði til niðurskurðar í velferðarkerfinu frekar en að afla tekna ef næsta hagspá verður verri en sú síðasta,“ spurði Oddný.

Bjarni tók undir með Oddnýju að hluta til og sagði að vissulega væri alltaf óvissa um framtíðina. Það væru blikur á lofti víða í alþjóðavipskiptum sem gætu bitnað á viðskiptakjörum Íslendinga. Hann bendir þó á að:

„Það sem við notum til grundvallar eru hins vegar eru bara opinberar hagspár, það er það sem við höfum í höndunum, við gerum ekki okkar eigin hagspá, við gerum ekki ráð fyrir betri eða verri niðurstöðum við bara notum opinberar tölur og það er í samræmi við lögin.“

 

Segir ríkisstjórnina ekki vera í tengslum við efnahagslegan veruleika

Þorsteinn Víglundsson, segir að ríkisstjórnin sé í engum tengslum við hinn efnahagslega veruleika sem blasi við. Hann hafi ítrekað gagnrýnt ríkisstjórnina þegar kæmi að fjárlagagerð og yfirlýstri stórsókn í ríkisútgjöldum. Ítrekað hafi þurft að endurskoða efnahagslegar forsendur.

„Við höfum ítrekað gagnrýnt þessa ríkisstjórn fyrir óskhyggju þegar kemur að fjárlagagerðinni og þeirri yfirlýstu stórsókn sem ríkisstjórnin er stofnuð um.“ segir Þorsteinn Víglundsson.

Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar.
„Hvernig í ósköpunum stendur á því að við stóðum hér fyrir ári síðan og ræddum fjárlagagerð fyrir árið 2019 – yfirstandandi ár – þurftum síðan að endurskoða það frá grunni í vinnu fjárlaganefndar í nóvember, þurftum síðan að endurskoða forsendur þess efnahagslega enn eina ferðina í umræðum um nýja fjármálastefnu hér í vetur og sjáum síðan í útkomuspá fyrir þetta ár að ekki einu sinni þær forsendur ætla að ganga eftir. Heldur er hér fjörutíu milljarða veikleiki, að minnsta kosti, í framkvæmd fjárlaga fyrir 2019 að þá er engu að síður komið, eins og ekkert hafi í skorist, fram með fjárlagafrumvarp fyrir 2020 og hér er rósrauð og björt framtíð, tekjur mnu fyrir eitthvert kraftaverk taka við sér strax á næsta ári og útgjöld munu ekki fara neitt úr böndunum þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi misst tökin á ríkisfjármálunum nú þegar,“ segir Þorsteinn Víglundsson.

 

Fjárlagafrumvarpið byggi á opinberum spám í stað tilfinninga

Bjarni segir að ræða Þorsteins hefði verið mikil lesning yfir hausamótunum á hagfræðingum. Varla ætti ríkisstjórnin að byggja á einhverri tilfinningu fyrir því sem kynni að gerast í stað opinberra hagspáa. Það væri þó rétt að hagspárnar hefðu ekki gengið eftir, stórir og ófyrirséðir atburðir eins og loðnubrestur og gjaldþrot WOW Air hefði skekkt myndina.

Bjarni spurði Þorstein á móti:

„Hvert er hið raunverulega vandamál sem háttvirtur þingmaður er að lýsa og hvar er það að bitna á fólkinu í landinu? Hvar eru mistökin við áætlanagerð að koma fram sem skellur fyrir heimilin? Er það í verðbólgunni? Nei, það getu rnú valla verið, hún er innan marka, er það í vaxtastiginu? Vaxtastigið hefur aldrei verið lægra. Er það að birtast í því að við náum ekki að standa við áætlun um uppgreiðslu skulda? Nei við erum á undan áætlun í uppgreiðslu skulda, er það í atvinnustiginu? Hvar er það sem þessi rosalegi vandi sem háttvirtur þingmaður hefur verið að tala hérna um svo misserum skiptir?“ spurði Bjarni.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, segir að ekki sé búið að sýna fram á gagnsemi grænna skatta.Skjáskot/Stöð 2

Birgir efast um gagnsemi grænna skatta

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í þá skatta sem lagðir eru á almenning vegna hamfarahlýnunnar. Það væri mikilvægt að sýna fram á að skattheimtan skilaði árangri út frá umhverfisverndunarsjónarmiðum. Hins vegar væri ekki búið að sýna fram á það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×