Salvör segir þau á Fréttablaðinu hæðast að miðaldra konum Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2019 14:18 Salvör Kristjana segir auglýsingaherferð blaðsins gegnsýrða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Ritstjóri Fréttablaðsins hafnar því alfarið. Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“ Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við Háskóla Íslands, telur auglýsingaherferð Fréttablaðsins, það er fyrir vefinn frettabladid.is, litaða af aldursfordómum og kvenfyrirlitningu. Salvör ritar pistil sem hún birtir á Facebooksíðu sinni og lýsir þar yfir verulegri óánægju með nýja auglýsingaherferð frettabladid.is. Salvör Kristjana er sérfræðingur á þessu sviði en hún gegndi lengi vel stöðu lektors í upplýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands. Hún telur herferðina gegnsýrða fordómum. „Forsíða Fréttablaðsins í dag er liður í auglýsingaherferð sem einnig er sjónvarpsauglýsingar sem hafa verið í spilun undanfarna daga. Í sjónvarpsauglýsingunni er eldri kona sem sér eitthvað sniðugt og áhugavert á netinu og ætlar að sýna manni sínum en rekst þá í takka þannig að mynd af henni sjálfri birtist á skjánum. Og þá kemur boðskapurinn - boðskapur að þó þú kunnir ekkert á tæknina og samfélagsmiðla þá sé þarna úti fólk sem getur komið með þekkinguna til þín.“Að gera lítið úr miðaldra konum Salvör Kristjana segir hægan leik að lesa úr þessu og sú mynd sem hún dregur upp er ekki fögur: „Þessi auglýsing talar alveg inn í samtímann og staðalmyndirnar og á hverja er skotleyfi og að hverjum má hæðast að og gera lítið úr. Það má gera lítið úr miðaldra konum og tæknikunnáttu þeirra og hamra á þeirri skrýtnu hugmynd að það sé eitthvað samband milli aldurs og kyns og þess að það geta notað spjaldtölvu sér til gagns.“Salvör Kristjana segir auglýsingarnar tala inn í samtímann og sýna á hverja er skotleyfi og að hverjum megi hæðast.Salvör segir að tugir þúsunda Íslendinga séu nú í sérstökum Facebook-hópi, sem gerir hreinlega út á þetta: Hópur, „sem helgar sig því að gera gys að eldra fólki og því sem það telur vera hlægilegan lífstíl þess, hópurinn heitir „hópurinn sem allir eru miðaldra“ eða eitthvað í þá áttina. Það getur verið að þeir sem hönnuðu þessa auglýsingu hafi sótt þar innblástur.“Í auglýsingunum er gert góðlátlegt grín að öllum Pistill Salvarar, sem hún birti fyrir stundu, hefur þegar vakið verulega athygli. Ýmsar konur leggja orð í belg í athugasemdum og telja engan vafa á leika að þetta sé afskaplega fordómafull auglýsing.Vísir beindi fyrirspurn til Ólafar Skaftadóttur ritstjóra Fréttablaðsins, hvort það væri virkilega uppleggið; að gera lítið úr miðaldra konum. Hún vísar því alfarið á bug: „Absalútt!“ Ólöf bendir á að auglýsingarnar séu reyndar sex talsins og þar sé gert grín að ungum sem öldnum, konum og körlum. „Það er ekki nóg með að internetið og samfélagsmiðlar flækist fyrir alls konar fólki á öllum aldri á hátæknitímum, sem auglýsingaherferðin gerir góðlátlegt grín að, heldur hefur fólk ríka tilhneigingu til þess að oftúlka eða lesa í flest sem fyrir augu þess ber án þess að horfa á heildarmyndina,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ég held að svo sé í þessu tilfelli og mæli með að fólk fylgist áfram með og horfi á auglýsingaherferðina til enda.“
Fjölmiðlar Jafnréttismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira