Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 08:06 Jolie King og Mark Firkin á ferðalagi sínu. Instagram/@thewayoverland Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana. Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi Íran í byrjun júlí hefur verið nafngreint. Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að þrír ástralskir ríkisborgarar, þar af tveir sem einnig hafa breskan ríkisborgararétt, væru í haldi í Íran. Nú er komið í ljós að um var að ræða áðurnefnd King og Firkin, sem lögðu af stað í heimsreisu frá áströlsku borginni Perth árið 2017. Þau huguðust ljúka ferðalaginu í London. Tugir þúsunda hafa fylgst með parinu á Instagram og Youtube síðustu mánuði en ekkert hefur heyrst frá parinu á samfélagsmiðlum síðan í lok júní, þegar þau voru stödd í Pakistan.Í frétt breska dagblaðsins Guardian er haft eftir fréttamanni persnesku sjónvarpsstöðvarinnar Manoto TV að parið hafi verið handtekið í grennd við Tehran, höfuðborg Írans, fyrir að fljúga dróna. Áður hafði verið greint frá því að King og Firkin hefðu haft næturstað á yfirráðasvæði íranska hersins við ána Jajrood, nálægt Tehran, og verið handtekin í kjölfarið. Þá er jafnframt haft eftir fréttamanninum að málið sé byggt á misskilningi. Parið hafi ekki verið meðvitað um að drónaflug án tilskilinna leyfa sé bannað í Íran. Þá hafi enn ekki verið réttað yfir parinu og óljóst hvað yfirvöld í Íran hyggist gera í málinu. View this post on InstagramNew episode now live on YouTube! Check it out through the link on our profile! . This was our first camp spot in Kyrgyzstan. Apart from the massive landscape, countless horses, and a few screaming marmots we felt pretty isolated. . The warm hospitality we received in Pakistan continued to deliver though. A local Shepard, (who spoke zero English) rode up on his horse, got off, then offered his horse to go for a ride. Jolie went for a spin then with nothing but a smile and a wave he rode off down the valley with two of his mates who had also arrived. . . . . . . . . . . . #kyrgyzstan #overland #vanlife #roadtrip #expedition #vlog #troopy #4wd #landcruiser #youtube #toyota #troopcarrier #cnntravel #mountain #bbctravel #4x4 #travellingthroughtheworld #projectvanlife #horse #overlandjournal #hdj78r #camperlifestyle #expeditionportal #iamtb #naryn #nature #naturekyrgyzstan #kyrgznature #discoverkyrgyzstan #narynregion A post shared by T.W.O - The Way Overland (@thewayoverland) on Jun 25, 2019 at 8:37pm PDT Parið er í haldi í Evin-fangelsinu í Tehran en fangelsið hefur um árabil verið þekkt fyrir að hýsa pólitíska fanga. Stjórnendur fangelsins hafa ítrekað verið sakaðir um að fremja alvarleg mannréttindabrot í garð fólksins sem þar er í haldi. Þá var einnig greint frá því í vikunni að þriðji Ástralinn sé í haldi í Evin-fangelsinu. Konan, sem sögð er látin sæta einangrunarvist, er háskólakennari og var handtekin í Íran í fyrra. Talið er að hún hafi þegar verið dæmd í tíu ára fangelsi fyrir óþekktar sakir. Áströlsk yfirvöld reyna nú að semja um að fangarnir þrír verði framseldir til Ástralíu. Yfirvöld í Íran hafa ekki tjáð sig um handtökur Ástralana.
Ástralía Íran Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent