Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. mars 2020 11:40 Bláfugl sérhæfir sig í fraktflutningum. bluebird Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. Seljandinn, BB Holding ehf. í eigu þeirra Steins Loga Björnssonar, Hannesar Hilmarssonar, Geirs Vals Ágústssonar og Stefáns Eyjólfssonar, hefur fengið kaupverðið greitt sem þó er ekki gefið upp í tilkynningu sem send er út vegna kaupanna. Steinn Logi mun áfram gegna forstjórastöðu hjá Bláfugli til loka aprílmánaðar en Sigurður Örn Ágústsson verður stjórnarformaður nýrrar stjórnar. Nánari upplýsingar um starfsemi umræddra félaga, eins og þær birtast í fyrrnefndri tilkynningu, má sjá hér að neðan. Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður nýrrar stjórnar.bluebird Um Bláfugl ehf / Bluebird Nordic. Bláfugl starfar undir hjáheitinu Bluebird Nordic. Félagið var stofnað árið 1999 og hóf flugstarfsemi árið 2001 með íslenskt flurekstrarleyfi. Félagið hefur verið með allt að 8 B737 fraktflugvélar í rekstri. Bluebird Nordic starfar einkum á s.k. blautleigumarkaði (e. Wet Lease) erlendis og flýgur þá fyrir önnur félög s.s. DHL, UPS og ASL/FedEx og fleiri. Bluebird Nordic býður upp á daglegt fraktflug milli Íslands og Dublin á Írlandi, með tengingar áfram til Kölnar og Liege. Jafnframt býður félagið, í samstarfi við UPS, Emirates og Aer Lingus, upp á tengingar til og frá Írlandi um allan heim, þ.m.t. til N-Ameríku og Asíu. Bluebird Nordic hefur haldið óbreyttri áætlun til og frá Íslandi og hefur náð að tryggja að þjónusta flutnings til og frá landinu verði fyrir sem minnstri truflun, hvort sem er útflutningur á fiski eða innflutningur á lyfjum og matvælum. Hjá félaginu starfa um 100 manns. Um Avia Solutions Group Avia Solutions Group er stærsta fyrirtæki Mið-og Austur Evrópu í flugtengdri þjónustu. ASG er með um 90 skrifstofur og starfsstöðvar í um 50 löndum. Hjá félaginu og dótturfyrirtækjum starfa um 5.000 manns, tekjur 2019 námu um 1,5ma €. og starfar á flestum sviðum flugtendrar starfsemi. Dótturfélög Avia Solutions Group starfrækja m.a. flugvélaleigu (e. ACMI), viðhald flugvéla (e. MRO) og kaup og sölu flugvéla. Þá býður félagið upp á nám og námskeið fyrir flugmenn og flugfreyjur, m.a. í flughermum, starfrækir fjölda viðhaldsstöðva, leiguflugmiðlun, eldsneytissölu, flugafreiðslustöðvar og fleira tengt flugi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Kýpur en stærsta starfsstöðin er í Litháen Fréttir af flugi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. Seljandinn, BB Holding ehf. í eigu þeirra Steins Loga Björnssonar, Hannesar Hilmarssonar, Geirs Vals Ágústssonar og Stefáns Eyjólfssonar, hefur fengið kaupverðið greitt sem þó er ekki gefið upp í tilkynningu sem send er út vegna kaupanna. Steinn Logi mun áfram gegna forstjórastöðu hjá Bláfugli til loka aprílmánaðar en Sigurður Örn Ágústsson verður stjórnarformaður nýrrar stjórnar. Nánari upplýsingar um starfsemi umræddra félaga, eins og þær birtast í fyrrnefndri tilkynningu, má sjá hér að neðan. Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður nýrrar stjórnar.bluebird Um Bláfugl ehf / Bluebird Nordic. Bláfugl starfar undir hjáheitinu Bluebird Nordic. Félagið var stofnað árið 1999 og hóf flugstarfsemi árið 2001 með íslenskt flurekstrarleyfi. Félagið hefur verið með allt að 8 B737 fraktflugvélar í rekstri. Bluebird Nordic starfar einkum á s.k. blautleigumarkaði (e. Wet Lease) erlendis og flýgur þá fyrir önnur félög s.s. DHL, UPS og ASL/FedEx og fleiri. Bluebird Nordic býður upp á daglegt fraktflug milli Íslands og Dublin á Írlandi, með tengingar áfram til Kölnar og Liege. Jafnframt býður félagið, í samstarfi við UPS, Emirates og Aer Lingus, upp á tengingar til og frá Írlandi um allan heim, þ.m.t. til N-Ameríku og Asíu. Bluebird Nordic hefur haldið óbreyttri áætlun til og frá Íslandi og hefur náð að tryggja að þjónusta flutnings til og frá landinu verði fyrir sem minnstri truflun, hvort sem er útflutningur á fiski eða innflutningur á lyfjum og matvælum. Hjá félaginu starfa um 100 manns. Um Avia Solutions Group Avia Solutions Group er stærsta fyrirtæki Mið-og Austur Evrópu í flugtengdri þjónustu. ASG er með um 90 skrifstofur og starfsstöðvar í um 50 löndum. Hjá félaginu og dótturfyrirtækjum starfa um 5.000 manns, tekjur 2019 námu um 1,5ma €. og starfar á flestum sviðum flugtendrar starfsemi. Dótturfélög Avia Solutions Group starfrækja m.a. flugvélaleigu (e. ACMI), viðhald flugvéla (e. MRO) og kaup og sölu flugvéla. Þá býður félagið upp á nám og námskeið fyrir flugmenn og flugfreyjur, m.a. í flughermum, starfrækir fjölda viðhaldsstöðva, leiguflugmiðlun, eldsneytissölu, flugafreiðslustöðvar og fleira tengt flugi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Kýpur en stærsta starfsstöðin er í Litháen
Fréttir af flugi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira