Ólafía hafnaði í 30. sæti í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2017 07:08 Ólafía á mótinu í Ástralíu. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á LPGA-mótaröðinni er hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu. Hún lék á tveimur höggum yfir pari í nótt og endaði á að leika á parinu samtals eftir fjóra kepppnisdaga. Það gekk á ýmsu í nótt. Hún paraði fyrstu þrjár holurnar en fékk svo ekki par aftur fyrr en á elleftu holu. Á þessum kafla fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Það var afar vindasamt á keppnisvellinum í Adelaide í Ástralíu sem gerði kylfingum erfitt fyrir. Á síðustu átta holunum fékk hún sex pör, einn fugl og einn skolla og kom í hús á 75 höggum. Níu aðrir kylfingar enduðu á parinu og deila 30. sætinu. Þeirra á meðal er hin bandaríska Michelle Wie. Ha Na Jang frá Suður-Kóreu bar sigur úr býtum en hún lék á 69 höggum í nótt og á tíu höggum undir pari samtals. Hanna Madsen frá Danmörku kom næst á sjö höggum undir pari. Árangur Ólafíu er frábær og setur hana í enn sterkari stöðu á peningalistanum. Hún var meðal þeirra síðustu sem komust í gegnum niðurskurðinn og þurfti að vippa fyrir fugli á átjándu holu til þess, sem tókst. Hún endaði svo í 30. sæti af þeim 75 sem komust áfram. Spilamennska hennar í gær hafði mikið að segja, þar sem aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía. Næstu tvö mót á mótaröðinni fara fram í Asíu en óvíst er hvort að Ólafía keppi á þeim. Keppt verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars en líklegt er að Ólafía komist á það mót. Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía: Erfiða hlutanum lokið og nú er bara að njóta Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti magnaðan dag á LPGA-mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn á dramatískan hátt. 17. febrúar 2017 09:37 Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt. 17. febrúar 2017 07:15 Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn lék frábært golf og kom í hús á tveimur höggum undir pari í Ástralíu á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. 18. febrúar 2017 01:15 Ólafía Þórunn á einu höggi undir pari eftir dag 1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 41. til 60. sæti eftir fyrsta daginn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. 16. febrúar 2017 08:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á LPGA-mótaröðinni er hún hafnaði í 30.-39. sæti á ISPS Handa-mótinu í Ástralíu. Hún lék á tveimur höggum yfir pari í nótt og endaði á að leika á parinu samtals eftir fjóra kepppnisdaga. Það gekk á ýmsu í nótt. Hún paraði fyrstu þrjár holurnar en fékk svo ekki par aftur fyrr en á elleftu holu. Á þessum kafla fékk hún þrjá fugla, þrjá skolla og einn skramba. Það var afar vindasamt á keppnisvellinum í Adelaide í Ástralíu sem gerði kylfingum erfitt fyrir. Á síðustu átta holunum fékk hún sex pör, einn fugl og einn skolla og kom í hús á 75 höggum. Níu aðrir kylfingar enduðu á parinu og deila 30. sætinu. Þeirra á meðal er hin bandaríska Michelle Wie. Ha Na Jang frá Suður-Kóreu bar sigur úr býtum en hún lék á 69 höggum í nótt og á tíu höggum undir pari samtals. Hanna Madsen frá Danmörku kom næst á sjö höggum undir pari. Árangur Ólafíu er frábær og setur hana í enn sterkari stöðu á peningalistanum. Hún var meðal þeirra síðustu sem komust í gegnum niðurskurðinn og þurfti að vippa fyrir fugli á átjándu holu til þess, sem tókst. Hún endaði svo í 30. sæti af þeim 75 sem komust áfram. Spilamennska hennar í gær hafði mikið að segja, þar sem aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía. Næstu tvö mót á mótaröðinni fara fram í Asíu en óvíst er hvort að Ólafía keppi á þeim. Keppt verður í Phoenix í Bandaríkjunum um miðjan mars en líklegt er að Ólafía komist á það mót.
Golf Tengdar fréttir Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00 Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05 Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45 Ólafía: Erfiða hlutanum lokið og nú er bara að njóta Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti magnaðan dag á LPGA-mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn á dramatískan hátt. 17. febrúar 2017 09:37 Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt. 17. febrúar 2017 07:15 Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn lék frábært golf og kom í hús á tveimur höggum undir pari í Ástralíu á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. 18. febrúar 2017 01:15 Ólafía Þórunn á einu höggi undir pari eftir dag 1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 41. til 60. sæti eftir fyrsta daginn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. 16. febrúar 2017 08:15 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía söng og dansaði eftir hringinn | Myndband Gleðin var svo sannarlega við völd hjá okkar konu, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn á ISPS Handa-mótinu á LPGA-mótaröðinni í morgun. 17. febrúar 2017 09:00
Aðeins þrjár spiluðu betur en Ólafía í nótt Frábær spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði hennar upp í 23. sæti í Ástralíu. 18. febrúar 2017 10:05
Sjáið höggið magnaða sem tryggði Ólafíu Þórunni áfram í nótt | Myndband Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst áfram með ævintýralegum hætti í gegnum niðurskurðinn á á ISPS Handa mótinu í Ástralíu í nótt. 17. febrúar 2017 10:45
Ólafía: Erfiða hlutanum lokið og nú er bara að njóta Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti magnaðan dag á LPGA-mótaröðinni og komst í gegnum niðurskurðinn á dramatískan hátt. 17. febrúar 2017 09:37
Ólafía Þórunn bjargaði sér á fuglasöng í lokin Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur nú náð niðurskurðinum á tveimur fyrstu mótum sínum á bandarísku mótaröðinni, LPGA, en GR-ingurinn öflugi átti síðasta fugla-orðið á hringum sínum í nótt. 17. febrúar 2017 07:15
Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Ólafía Þórunn lék frábært golf og kom í hús á tveimur höggum undir pari í Ástralíu á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. 18. febrúar 2017 01:15
Ólafía Þórunn á einu höggi undir pari eftir dag 1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 41. til 60. sæti eftir fyrsta daginn á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. 16. febrúar 2017 08:15