Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Leiðarljósi, stuðningsmiðstöð fyrir veikustu börn landsins, verður skellt í lás um miðjan mánuðinn fáist ekki fjármagn til áframhaldandi starfsemi. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Rætt verður við móður sem segir aðstoðina sem fjölskylda hennar fékk hjá Leiðarljósi í veikindum sonar hennar, sem nú er látinn, hafa skipt sköpum.

Þá verður litið til samgöngumála en ríkisstjórnin er langt komin með að skera niður samgönguáætlun um tíu milljarða króna, og eru Dettifossvegur og vegur um Teigsskóg meðal verkefna sem lenda undir hnífnum.

Loks skoðum við fyrsta fimm stjörnu hótel landsins, sem opnað verður í haust, en þar mun ódýrasta herbergið kosta hundrað þúsund krónur og munu gestir fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×