Innlent

Máli Sævars Óla vísað aftur í hérað

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hæstiréttur ómerkti í dag dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá nóvember 2015 yfir Sævari Óla Helgasyni. Héraðsdómur dæmdi Sævar í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí árið 2014.

Hæstiréttur ómerkti dóminn og vísaði málinu aftur til héraðsdóms. Þá er ríkinu gert að greið allan áfrýjunarkostnað málsins úr ríkissjóði.

Sævar Óli var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað nafngreindum lögreglumanni að berja hann og móður hans.

Sævar Óli viðurkenndi hótanir sínar í garði þeirra í opnu bréfi sem hann ritaði móður lögreglumannsins. Hann stóð fastur á því að lögreglumaðurinn væri einn þeirra sem „umturnast við það að fara í lögreglubúning“ og sonur hennar eigi ekki heima innan lögreglunnar.

Hann stóð þó fastur á því að lögreglumaðurinn hafi farið langt yfir strikið, svo langt að Sævar sjálfur hafi þurft að efna til borgaralegrar handtöku lögreglumannsins. Í bréfinu til móðurinnar, þar sem Sævar lýsir atburðarásinni frá eigin bæjardyrum, segist hann hafa hringt í neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð við handtökuna. Honum hafi verið misboðið.

Sjá einnig: Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar

Sævar var sakfelldur í héraði á grundvelli játningarinnar og dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Í dómi Hæstaréttar var talið að játning ákærða við aðalmeðferð málsins hefði ekki verið skýlaus þar sem Sævar hefði meðal annars borið fyrir sig neyðarvörn. Var hinn áfrýjaði dómur ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×