Höfuðborgarlistinn hyggst bjóða fram í Reykjavík Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. mars 2018 20:38 Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán Þverpólitískur hópur fólks hyggst bjóða fram lista í Reykjavík undir nafninu Höfuðborgarlistinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Björg Kristín Sigþórsdóttir mun leiða listann sem hyggst kynna stefnumál sín klukkan 15 á morgun við Ráðhús Reykjavíkur. „Þetta er þverpólitískur hópur og við samanstöndum af 46 ólíkum einstaklingum sem erum sammála um að standa vörð um sérstöðu Reykjavíkur sem höfuðborg landsins þannig að hún geti verið stolt landsmanna,“ segir Björg Kristín í samtali við Vísi. „Helstu áherslur okkar eru húsnæðisstefna sem verður sérsniðin fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru að kaupa sína fyrstu eign. Svo stjórnkerfið og skipulag Reykjavíkurborgar að það verði einfaldað auk þess að aðgengi borgarbúa að borgarstjóra, kjörnum fulltrúum og stjórnkerfinu verði auðveldað. Svo verða kynntar tafarlausar aðgerðir í mengunarmálum og hljóðvist.“ Björg segir að fjölmennur hópur standi fyrir framboðinu, en gefur þó ekki upp nákvæma tölu. Hún segir þó að fullmannaður 46 manna listi liggi fyrir. „Við stofnuðum listann núna fyrir um 20 dögum síðan. Það sýnir kraftinn í okkur, hvað koma skal í borginni.“ Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Þverpólitískur hópur fólks hyggst bjóða fram lista í Reykjavík undir nafninu Höfuðborgarlistinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Björg Kristín Sigþórsdóttir mun leiða listann sem hyggst kynna stefnumál sín klukkan 15 á morgun við Ráðhús Reykjavíkur. „Þetta er þverpólitískur hópur og við samanstöndum af 46 ólíkum einstaklingum sem erum sammála um að standa vörð um sérstöðu Reykjavíkur sem höfuðborg landsins þannig að hún geti verið stolt landsmanna,“ segir Björg Kristín í samtali við Vísi. „Helstu áherslur okkar eru húsnæðisstefna sem verður sérsniðin fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru að kaupa sína fyrstu eign. Svo stjórnkerfið og skipulag Reykjavíkurborgar að það verði einfaldað auk þess að aðgengi borgarbúa að borgarstjóra, kjörnum fulltrúum og stjórnkerfinu verði auðveldað. Svo verða kynntar tafarlausar aðgerðir í mengunarmálum og hljóðvist.“ Björg segir að fjölmennur hópur standi fyrir framboðinu, en gefur þó ekki upp nákvæma tölu. Hún segir þó að fullmannaður 46 manna listi liggi fyrir. „Við stofnuðum listann núna fyrir um 20 dögum síðan. Það sýnir kraftinn í okkur, hvað koma skal í borginni.“
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira