Svíar taka aftur upp herskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2017 14:46 Um er að ræða bæði konur og karla, en áður fyrr átti herskyldan eingöngu við karlmenn. Vísir/AFP Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að taka aftur upp herskyldu. Hún var lögð niður árið 2010 en takmörkuð útgáfa hennar verður tekin aftur upp á næsta ári. Einstaklingar sem fæddir eru á árunum 1999 og 2000 munu á næstunni fá upplýsingar um ákvörðunina og hvað hún þýðir. Um er að ræða bæði konur og karla, en áður fyrr átti herskyldan eingöngu við karlmenn. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við herinn verður frjálst að gera það, en stefnan er að um fjögur þúsund konur og menn bætist við herinn á næsta ári. Þeir verða valdir úr um þrettán þúsund manna hópi. Peter Hultqvist segir að ef her Svía eigi að vera klár í slaginn verði að fylla upp í sjálfboðaliðakerfið með takmarkaðri herskyldu. Skortur hefur verið á sjálfboðaliðum og Svíar hafa áhyggjur af auknum heræfingum og umsvifum Rússa við Eystrasaltshafið. Í samtali við SVT Nyheter, sænska ríkisútvarpið, segir hann að muni ástandið versna verði mögulegt að fleiri verði kallaðir til. Marinetta Radebo, talskona varnarmálaráðuneytisins, segir BBC að nýliðarnir muni vera í hernum í níu til tólf mánuði. Markmiðið sé að hvetja þá til að verða atvinnuhermenn eða bjóða sig fram í þjóðvarðliðið. Mikill meirihluti var um breytingarnar á sænska þinginu. TheLocal vísar einnig til rannsóknar frá því í fyrra sem sýndi fram á að nærri því þrír af hverjum fjórum voru sammála því að taka aftur upp herskylduna. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að taka aftur upp herskyldu. Hún var lögð niður árið 2010 en takmörkuð útgáfa hennar verður tekin aftur upp á næsta ári. Einstaklingar sem fæddir eru á árunum 1999 og 2000 munu á næstunni fá upplýsingar um ákvörðunina og hvað hún þýðir. Um er að ræða bæði konur og karla, en áður fyrr átti herskyldan eingöngu við karlmenn. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við herinn verður frjálst að gera það, en stefnan er að um fjögur þúsund konur og menn bætist við herinn á næsta ári. Þeir verða valdir úr um þrettán þúsund manna hópi. Peter Hultqvist segir að ef her Svía eigi að vera klár í slaginn verði að fylla upp í sjálfboðaliðakerfið með takmarkaðri herskyldu. Skortur hefur verið á sjálfboðaliðum og Svíar hafa áhyggjur af auknum heræfingum og umsvifum Rússa við Eystrasaltshafið. Í samtali við SVT Nyheter, sænska ríkisútvarpið, segir hann að muni ástandið versna verði mögulegt að fleiri verði kallaðir til. Marinetta Radebo, talskona varnarmálaráðuneytisins, segir BBC að nýliðarnir muni vera í hernum í níu til tólf mánuði. Markmiðið sé að hvetja þá til að verða atvinnuhermenn eða bjóða sig fram í þjóðvarðliðið. Mikill meirihluti var um breytingarnar á sænska þinginu. TheLocal vísar einnig til rannsóknar frá því í fyrra sem sýndi fram á að nærri því þrír af hverjum fjórum voru sammála því að taka aftur upp herskylduna.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira