Það sem leiðtogar geta lært af klósettpappírskaupæðinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. apríl 2020 09:00 Leiðtogar vilja að síðar meir verði hægt að horfa til baka og hrósa þeim fyrir það hvernig þeim tókst til við að koma fyrirtækinu í gegnum þann samdráttartíma sem framundan er. Hvernig leiðtogi ert þú? Vísir/Getty Leitin af leiðtoganum stendur nú sem hæst. Þetta er tímabilið þar sem starfsfólk horfir til stjórnenda sinna og veltir fyrir sér hversu sterkur sá stjórnandi er sem leiðtogi. Þetta er líka tímabilið þar sem stjórnandinn sjálfur þarf að velta fyrir sér hvernig hann/hún vill að fólk hugsi til sín eftir að kórónukreppunni lýkur og árangurinn af því að koma fyrirtækinu í gegnum ólgusjó liggur fyrir. Að vera stjórnandi og leiðtogi er ekki alltaf það sama þótt mikið mæði á hvoru hlutverkinu fyrir sig. Tveir forstjórar bandarískra fyrirtækja, Larry Dorrie og Ben Ives, segja góða leiðtoga geta lært ýmislegt af klósettpappírskaupæðinu sem gekk yfir vestræn samfélög í mars. Þá flykktist fólk í verslanir og keypti klósettpappír í svo miklu mæli að annað eins hafði aldrei áður sést. Larry Dorrie er forstjóri og einn stofnenda RHUB Communications. Ben Ives er forstjóri fyrirtækisins RapidVisa. Bæði þessi félög hafa náð góðum árangri sem stafræn þjónustufyrirtæki, annað stofnað árið 2005 en hitt árið 2007. Hér eru þau atriði sem þeir benda á til að draga lærdóm af. Liðsheildin fyrst Það sem klósettpappírskaupæðið sýndi er að þegar á reynir, falla ótrúlega margir í þá gryfju að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig. Leiðtogar vilja hins vegar vera þekktir fyrir að hugsa fyrst um liðsheildina. Kaupæðið kenndi okkur að á augnabliki geta þær aðstæður skapast að svo verður um fáa. Í hvorum hópnum ert þú: Hugsar þú um þinn hag fremur en liðsheildarinnar? Að hreinsa upp skítinn Það þarf svo sem engar málalengingar til útskýringar á því til hvers klósettpappír er notaður. Hins vegar er það svo að alls staðar koma upp mál og aðstæður þar sem það síðan lendir á öðrum að reyna að leysa úr eða redda málum. Já, hreinsa upp skítinn myndu sumir segja. Dæmi: Einhver heldur einhverjum rangfærslum fram í fjölmiðlum og áður en þú veist af fer sú saga á flug á samfélagsmiðlum. Það kemur síðan í þinn hlut að reyna að leiðrétta málin eins og kostur er. Hvernig yrðu þín viðbrögð og hvað myndir þú segja um þann sem bar út gróusöguna? Við þessar aðstæður þarf góður leiðtogi alltaf vera málefnalegur og missa ekki sjónar af því hvert markmiðið með hans innleggi er. Góður leiðtogi veltir sér ekki um of hverjum er mest að kenna. Að horfa fram í tímann Leiðtogar vilja að síðar meir verði hægt að horfa til baka og hrósa þeim fyrir það hvernig þeim tókst til við að koma fyrirtækinu í gegnum þann samdráttartíma sem framundan er. Það gera þeir með fyrirhyggju og með því að halda fókus á þeim verkefnum sem þeir geta haft áhrif á í stað þess að eyða orku í þau mál sem eru ekki í þeirra höndum. Þannig var það með klósettpappírinn að á sumum stöðum urðu svæði uppiskroppa. Þeir sem mættu snemma í búðina, náðu birgðum. Þeir sem fóru af stað seint gripu í tómt. Góður leiðtogi vaknar snemma, gefur öðrum gott fordæmi með verkum sínum og er vakandi yfir því hvaða aðstæður kunna að koma upp. Hvers konar fyrirmynd ert þú og hvaða línur ertu að leggja fyrir þitt fólk? Að halda ró sinni Samkvæmt fréttum og sögusögnum um klósettpappírskaupin komu upp tilvik um að fólk hefði hreinlega lent í rimmum við aðra vegna síðustu klósettpappírsbirgðanna í búðarhillum. Í raun er þetta sýnishorn af því hvernig óttaslegið fólk getur brugðist við. Góður leiðtogi veit hins vegar að það þarft alltaf að forðast að láta óttann yfirtaka aðstæður. Geri hann það eru meiri líkur á vonleysi, neikvæðni og verri ákvarðanatökum. Leiðtoginn leyfir óttanum ekki að yfirtaka sig þótt það kosti stundum að draga andann djúpt og telja upp á tíu. Ef áhyggjurnar verða að stýriafli eru minni líkur á að vel takist til á endanum. Hvernig tekst þér að halda ró þinni og sporna við of miklum áhyggjum og kvíða? Að hugsa í lausnum Á þeim svæðum þar sem klósettpappírbirgðir hreinlega kláruðust í stórmörkuðum, tók fólk snemma að leita annarra leiða til að tryggja heimilinu pappír. Það fór á bensínstöðvar, í smávöruverslanir og byggingaverslanir. Það hugsaði í lausnum: Hvaða fyrirtæki önnur koma til greina og hvað annað en klósettpappír er hægt að nota? Þannig getur smá hugvitsemi hleypt okkur langt og stundum þarf líka að takast á við aðstæður með því að hugsa út fyrir boxið. Það vita góðir leiðtogar því þegar öll sund virðast lokuð opnast oft fyrir nýjum og áður óséðum tækifærum. Er eitthvað tækifæri til staðar fyrir þitt fyrirtæki sem ekki hefur verið skoðað áður? Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Leitin af leiðtoganum stendur nú sem hæst. Þetta er tímabilið þar sem starfsfólk horfir til stjórnenda sinna og veltir fyrir sér hversu sterkur sá stjórnandi er sem leiðtogi. Þetta er líka tímabilið þar sem stjórnandinn sjálfur þarf að velta fyrir sér hvernig hann/hún vill að fólk hugsi til sín eftir að kórónukreppunni lýkur og árangurinn af því að koma fyrirtækinu í gegnum ólgusjó liggur fyrir. Að vera stjórnandi og leiðtogi er ekki alltaf það sama þótt mikið mæði á hvoru hlutverkinu fyrir sig. Tveir forstjórar bandarískra fyrirtækja, Larry Dorrie og Ben Ives, segja góða leiðtoga geta lært ýmislegt af klósettpappírskaupæðinu sem gekk yfir vestræn samfélög í mars. Þá flykktist fólk í verslanir og keypti klósettpappír í svo miklu mæli að annað eins hafði aldrei áður sést. Larry Dorrie er forstjóri og einn stofnenda RHUB Communications. Ben Ives er forstjóri fyrirtækisins RapidVisa. Bæði þessi félög hafa náð góðum árangri sem stafræn þjónustufyrirtæki, annað stofnað árið 2005 en hitt árið 2007. Hér eru þau atriði sem þeir benda á til að draga lærdóm af. Liðsheildin fyrst Það sem klósettpappírskaupæðið sýndi er að þegar á reynir, falla ótrúlega margir í þá gryfju að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig. Leiðtogar vilja hins vegar vera þekktir fyrir að hugsa fyrst um liðsheildina. Kaupæðið kenndi okkur að á augnabliki geta þær aðstæður skapast að svo verður um fáa. Í hvorum hópnum ert þú: Hugsar þú um þinn hag fremur en liðsheildarinnar? Að hreinsa upp skítinn Það þarf svo sem engar málalengingar til útskýringar á því til hvers klósettpappír er notaður. Hins vegar er það svo að alls staðar koma upp mál og aðstæður þar sem það síðan lendir á öðrum að reyna að leysa úr eða redda málum. Já, hreinsa upp skítinn myndu sumir segja. Dæmi: Einhver heldur einhverjum rangfærslum fram í fjölmiðlum og áður en þú veist af fer sú saga á flug á samfélagsmiðlum. Það kemur síðan í þinn hlut að reyna að leiðrétta málin eins og kostur er. Hvernig yrðu þín viðbrögð og hvað myndir þú segja um þann sem bar út gróusöguna? Við þessar aðstæður þarf góður leiðtogi alltaf vera málefnalegur og missa ekki sjónar af því hvert markmiðið með hans innleggi er. Góður leiðtogi veltir sér ekki um of hverjum er mest að kenna. Að horfa fram í tímann Leiðtogar vilja að síðar meir verði hægt að horfa til baka og hrósa þeim fyrir það hvernig þeim tókst til við að koma fyrirtækinu í gegnum þann samdráttartíma sem framundan er. Það gera þeir með fyrirhyggju og með því að halda fókus á þeim verkefnum sem þeir geta haft áhrif á í stað þess að eyða orku í þau mál sem eru ekki í þeirra höndum. Þannig var það með klósettpappírinn að á sumum stöðum urðu svæði uppiskroppa. Þeir sem mættu snemma í búðina, náðu birgðum. Þeir sem fóru af stað seint gripu í tómt. Góður leiðtogi vaknar snemma, gefur öðrum gott fordæmi með verkum sínum og er vakandi yfir því hvaða aðstæður kunna að koma upp. Hvers konar fyrirmynd ert þú og hvaða línur ertu að leggja fyrir þitt fólk? Að halda ró sinni Samkvæmt fréttum og sögusögnum um klósettpappírskaupin komu upp tilvik um að fólk hefði hreinlega lent í rimmum við aðra vegna síðustu klósettpappírsbirgðanna í búðarhillum. Í raun er þetta sýnishorn af því hvernig óttaslegið fólk getur brugðist við. Góður leiðtogi veit hins vegar að það þarft alltaf að forðast að láta óttann yfirtaka aðstæður. Geri hann það eru meiri líkur á vonleysi, neikvæðni og verri ákvarðanatökum. Leiðtoginn leyfir óttanum ekki að yfirtaka sig þótt það kosti stundum að draga andann djúpt og telja upp á tíu. Ef áhyggjurnar verða að stýriafli eru minni líkur á að vel takist til á endanum. Hvernig tekst þér að halda ró þinni og sporna við of miklum áhyggjum og kvíða? Að hugsa í lausnum Á þeim svæðum þar sem klósettpappírbirgðir hreinlega kláruðust í stórmörkuðum, tók fólk snemma að leita annarra leiða til að tryggja heimilinu pappír. Það fór á bensínstöðvar, í smávöruverslanir og byggingaverslanir. Það hugsaði í lausnum: Hvaða fyrirtæki önnur koma til greina og hvað annað en klósettpappír er hægt að nota? Þannig getur smá hugvitsemi hleypt okkur langt og stundum þarf líka að takast á við aðstæður með því að hugsa út fyrir boxið. Það vita góðir leiðtogar því þegar öll sund virðast lokuð opnast oft fyrir nýjum og áður óséðum tækifærum. Er eitthvað tækifæri til staðar fyrir þitt fyrirtæki sem ekki hefur verið skoðað áður?
Stjórnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira