Lífið

Gamlir taktar rifjaðir upp við opnun Hverfisbarsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hrikalega fín stemning í Hvebbanum í gær.
Hrikalega fín stemning í Hvebbanum í gær. myndir /anton brink
Nýr Hverfisbar var opnaður aftur á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs í gærkvöldi og var formlegt opnunarteiti. Ásýnd staðarins er allt önnur en áður var því umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því í haust.

Gamla Hverfisbarnum var lokað árið 2010 en hann var einn vinsælasti skemmtistaður höfuðborgarsvæðisins um árabil. Nýir eigendur ætla hins vegar ekki að reyna að endurvekja gömlu stemningu staðarins.

Eigendur Hverfisbarsins eru þeir sömu og eiga og reka skemmtistaðinn B5 við Bankastræti; þeir Andri Sigþórsson og Þórður Ágústsson.

Fjöldinn allur af skemmtistöðum hefur verið opnaður í þessu tiltekna húsnæði eftir lokun gamla Hverfisbarsins árið 2010. Má þar meðal annars nefna Buddhabar, Mánabar, Park og fleira en enginn þeirra virðist hafa haft erindi sem erfiði.

Mikill fjöldi mætti í opnunarpartýið í gær og var einn af þeim Anton Brink, ljósmyndari 365, og fangaði hann stemninguna eins og sjá má hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×