Fótbolti

Alfreð skoraði í grátlegu jafntefli

Alfreð Finnbogason sést hér fagna marki sínu sem tryggði Augsburg mikilvægt stig.
Alfreð Finnbogason sést hér fagna marki sínu sem tryggði Augsburg mikilvægt stig.
Alfreð Finnbogason var á skotskónum þegar lið hans Augsburg náði gríðarlega mikilvægu en jafnframt grátlegu jafntefli á útivelli gegn Mönchengladback í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, 1-1.

Mark Alfreðs kom á 57. mínútu. Hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Gladback, lék á varnarmann og skoraði fram hjá Yann Sommer, markverði Gladback, sem var þó nálægt því að verja skotið. Annað mark Alfreðs á tímabilinu.

Gladback náði hins vegar að jafna metin á 4. mínútu uppbótartíma og þar við sat. Augsburg er eftir þennan leik í 13. sæti með 36 stig og ekki laust við fall, þegar tveir leikir eru eftir.

Meistararnir FC Bayern vann 1-0 sigur á Darmstadt á heimavelli og Dortmund vann Hoffenheim 2-1 í baráttu liðanna um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Wolfsburg vann góðan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á útivelli og þá gerðu Ingolstadt og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×