Rithöfundasambandið: „Starfsmenn sambandsins hafa aldrei átt nokkurn þátt í nauðungarvistun félagsmanns“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. maí 2017 16:26 Bjarni Bernharður Bjarnason skáld og Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður RSÍ. Rithöfundasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist aldrei hafa átt nokkurn þátt í nauðgunarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Sambandið sendir frá sér yfirlýsinguna í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga um málefni Bjarna Bernharðs, rithöfundar og ljóðskálds. í viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon kom fram að hann var lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en hann telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda. „Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu rithöfundarsambandsins. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu.“Sjá einnig: Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Mikið var rætt um málið í Facebook-hópnum Menningarátökin í gær og þar upplýsti Kristján B. Jónasson um að afar ströng öryggisgæsla sé á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað,“ skrifar Kristján. Stjórn og starfsfólk sambandsins svarar þessu einnig í yfirlýsingunni. „Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.“ Tengdar fréttir Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Rithöfundasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það segist aldrei hafa átt nokkurn þátt í nauðgunarvistun félagsmanns, hvorki með beinum né óbeinum hætti. Sambandið sendir frá sér yfirlýsinguna í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað síðustu daga um málefni Bjarna Bernharðs, rithöfundar og ljóðskálds. í viðtali við Bjarna Bernharð í útvarpsþættinum Harmageddon kom fram að hann var lokaður inni á geðdeild. Að sögn Bjarna var sú vistun að undirlagi einhvers innan rithöfundasambandsins en hann telur víst að einhver hafi viljað losna við hann af aðalfundi sem nýverið var haldinn á vegum sambandsins. Áður hafði honum verið úthýst af lokuðum Facebookhópi rithöfunda. „Þegar fjölmargar kvartanir berast um að félagsmaður fari ekki að reglum fésbókarhóps RSÍ telur skrifstofan rétt að bregðast við,“ segir í yfirlýsingu rithöfundarsambandsins. Enda segir m.a. í reglum hópsins að vettvangurinn sé hugsaður sem leið til upplýsingamiðlunar og fyrir félaga til að spyrja spurninga, vekja athygli á málefnum og til umræðna. Sömuleiðis segir að stjórn RSÍ og starfsfólk hafi vald til að fjarlægja færslur sem eru meiðandi eða falla ekki undir málefnalega umræðu.“Sjá einnig: Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Mikið var rætt um málið í Facebook-hópnum Menningarátökin í gær og þar upplýsti Kristján B. Jónasson um að afar ströng öryggisgæsla sé á skrifstofu Rithöfundasambandsins. „Síðast þegar ég vissi var starfsfólk Rithöfundasambandsins með öryggishnapp við borðið sitt og vann bak við læstar útidyrahurðir vegna ágangs ýmissa aðila. Kom þarna oft á fundi og varð að tilkynna það áður svo opnað yrði fyrir mér, þá hafði einmitt borist dauðahótun skömmu áður, þetta var fyrir svona 5 árum. Það virðist vera mjög algengt að rithöfundar kenni sambandinu um allt sem aflaga fer í lífi sínu. Ég myndi ekki nenna að vinna á svona stað,“ skrifar Kristján. Stjórn og starfsfólk sambandsins svarar þessu einnig í yfirlýsingunni. „Einnig er rétt að taka fram hér að atvik þau sem lúta að öryggisráðstöfunum í Gunnarshúsi og vísað er í á þræðinum Menningarátökin komu upp fyrir nokkrum árum. Þar var um beinar hótanir að ræða af hálfu einstaklings sem hvorki er né var félagi í RSÍ. Í dag eru allt aðrar aðstæður uppi í Gunnarshúsi.“
Tengdar fréttir Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Öryggishnappur á skrifstofu Rithöfundasambandsins vegna dauðahótana Eiríkur Örn Norðdahl vill fá að vita hver innan RSÍ sigaði geðbatteríinu á Bjarna Bernharð. 5. maí 2017 11:59