Íbúi í Árnesi: "Ég hélt að rúta hefði ekið inn í húsið mitt“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 13:13 Úr Árnesi í Gnúpverjahreppi. „Ég hélt að rúta hefði ekið inn í húsið mitt. Það hristist svo svakalega,“ segir Bergleif Gannt Joensen í Árnesi um skjálftann sem varð rúmum tveimur kílómetrum suðsuðaustur af Árnesi klukkan 12:08 í dag. „Það varð þvílíkur skjálfti hér í um fimm sekúndur.“ Bergleif segist hafa verið inni í stofu að horfa á fótbolta þegar skjálftinn varð. „Manchester City á móti Crystal Palace. Ég var að tala við vin minn í Grímsnesi og hann vissi ekki af þessu. Hann hafði ekkert tekið eftir skjálftanum. Hundurinn minn lá líka bara á gólfinu og tók ekki eftir neinu. Hann hreyfði sig ekki,“ segir Bergleif og bætir við að ekkert hafi sem betur fer farið úr hillum í þetta skiptið. Bergleif segir íbúa á þessu svæði vera vana skjálftum. „Þessi var þó í minni og styttri kantinum. Hann var verstur í minni tíð árið 2000, 17. júní. Hann var rosalegur. Þá var ég með félagsheimili, var með 17. júní kaffi, tertur og svoleiðis. Það fór úr öllum hillum sem sneru suður-norður, allt niður á gólf, en ekki það sem sneri austur-vestur. Það varð allt eftir. Það var svo skrítið að það fór allt kaffi upp úr kaffibollunum, en bollarnir stóðu eftir. Það var skrítin sjón,“ segir Bergleif þegar hann rifjar upp skjálftann árið 2000. Um mínútu eftir skjálftann í dag mældist annar af stærðinni 3,3. „Skjálftarnir urðu á þekktu sprungusvæði. Líklega er þetta sama sprunga og hrökk árið 1630. Skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar. Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Ég hélt að rúta hefði ekið inn í húsið mitt. Það hristist svo svakalega,“ segir Bergleif Gannt Joensen í Árnesi um skjálftann sem varð rúmum tveimur kílómetrum suðsuðaustur af Árnesi klukkan 12:08 í dag. „Það varð þvílíkur skjálfti hér í um fimm sekúndur.“ Bergleif segist hafa verið inni í stofu að horfa á fótbolta þegar skjálftinn varð. „Manchester City á móti Crystal Palace. Ég var að tala við vin minn í Grímsnesi og hann vissi ekki af þessu. Hann hafði ekkert tekið eftir skjálftanum. Hundurinn minn lá líka bara á gólfinu og tók ekki eftir neinu. Hann hreyfði sig ekki,“ segir Bergleif og bætir við að ekkert hafi sem betur fer farið úr hillum í þetta skiptið. Bergleif segir íbúa á þessu svæði vera vana skjálftum. „Þessi var þó í minni og styttri kantinum. Hann var verstur í minni tíð árið 2000, 17. júní. Hann var rosalegur. Þá var ég með félagsheimili, var með 17. júní kaffi, tertur og svoleiðis. Það fór úr öllum hillum sem sneru suður-norður, allt niður á gólf, en ekki það sem sneri austur-vestur. Það varð allt eftir. Það var svo skrítið að það fór allt kaffi upp úr kaffibollunum, en bollarnir stóðu eftir. Það var skrítin sjón,“ segir Bergleif þegar hann rifjar upp skjálftann árið 2000. Um mínútu eftir skjálftann í dag mældist annar af stærðinni 3,3. „Skjálftarnir urðu á þekktu sprungusvæði. Líklega er þetta sama sprunga og hrökk árið 1630. Skjálftarnir fundust víða á Suðurlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Tengdar fréttir Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Skjálfti af stærð 4,5 mældist í Árnesi Jarðskjálfti af stærð 4,5 mældist um tveimur kílómetrum suðaustan við Árnes á Suðurlandi laust eftir hádegi í dag 6. maí 2017 12:47