Viðskipti innlent

Penninn segir upp 90 starfsmönnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verslun Pennans í Skeifunni.
Verslun Pennans í Skeifunni. Penninn

Penninn ehf. sagði í dag upp 90 starfsmönnum. Um leið var starfshlutfall annarra starfsmanna skert. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að uppsagnirnar nái til allra deilda fyrirtækisins en aðallega sé um að ræða starfsmenn sem ekki ná 45% starfshlutfalli og falla því ekki undir sérúrræði stjórnvalda um skert starfshlutfall.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að uppsagnirnar megi rekja til kórónuveirufaraldursins. „Samdrátturinn hefur haft mikil áhrif á rekstur og afkomu Pennans sem hefur tímabundið lokað nokkrum verslunum sínum vegna ástandsins og skert opnunartíma annarra,“ eins og þar segir. 

Það sé jafnframt von forráðamanna fyrirtækisins að ástand það sem nú varir gangi yfir á skömmum tíma og að unnt verði að afturkalla sem flestar uppsagnir áður en þær taka gildi. Um 250 starfsmenn starfa hjá Pennanum í 200 stöðugildum og tekur uppsögnin því til u.þ.b. 35 stöðugilda, að sögn Pennans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×