Forstjóri CCP vill enn kasta krónunni Haraldur Guðmundsson skrifar 2. mars 2017 11:00 Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir að um besta afkomuár fyrirtækisins sé að ræða síðan það var stofnað árið 1997. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, er enn sannfærður um að Ísland eigi að taka upp aðra mynt og horfir hann enn til evrunnar. Forstjórinn segir rekstrarumhverfi íslenskra tækni- og nýsköpunarfyrirtækja hafa batnað til muna á síðustu árum. Fyrsta skóflustungan að nýjum höfuðstöðvum CCP í Vatnsmýrinni var tekin í byrjun febrúar en fjölmiðlar hafa á síðustu árum greint frá áhuga fyrirtækisins á að flytja þær úr landi. „Það stóð aldrei til en það var alltaf verið að ræða það í fjölmiðlum en við höfum vissulega bent á ýmsa hluti sem betur mættu fara í utanumhaldi á fyrirtækjum. Nú er búið að gera mjög hraustlegar breytingar á umhverfinu á Íslandi öllum til hróss sem hafa komið nálægt því. Það má alltaf betur gera en vissulega hefur verið tekið til hendinni. Lög um nýsköpunarfyrirtæki sem voru sett í apríl á síðasta ári eru alveg frábært skref en við höfum bent á að þaki á endurgreiðslu á rannsókn og þróun mætti lyfta og jafnvel afnema að fullu til að leyfa bæði stórum og litlum fyrirtækjum að njóta þess umhverfis,“ segir Hilmar í samtali við Markaðinn. Aðalfundur CCP var haldinn á mánudag og var ársreikningur fyrirtækisins þá kynntur. Líkt og kom fram á Vísi hagnaðist CCP um 21,5 milljónir Bandaríkjadala í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna miðað við gengið í árslok 2016. Um metár var að ræða í dollurum talið en afkoma CCP var jákvæð um 2,7 milljarða árið 2015. Tekjurnar námu 86 milljónum dala, samanborið við 65,7 milljónir árið 2015. Hilmar svarar aðspurður að hann sé enn fullviss um að Ísland eigi að skipta krónunni út fyrir annan gjaldmiðil. „Ég hef ekkert farið af þeirri skoðun. Ég held að þetta konsept að vera með minnstu mynt í heimi sé löngu komið á síðasta söludag. Hvað svo sem menn gera nú í því. Mér persónulega finnst liggja beinast við að taka upp evru, en það má alveg horfa til annarra lausna. Það er búið að reyna þetta í hundrað ár og hefur ekki virkað fyrir neinn að mínu mati og þá sérstaklega ekki fyrir okkur. Því fyrr sem við hættum þessu, því betra,“ segir Hilmar.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Tengdar fréttir „Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40 Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ekki ætlum við að nota krónur? Er það? Er það planið?“ „Þá fer ég að hugsa um mín börn. Hvað á ég að gera við þau? Ætla ég að láta þau nota krónur? Virkilega?“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 7. mars 2014 23:40
Metár hjá CCP sem hagnaðist um 2,4 milljarða Tölvuleikjaframleiðandinn CCP skilaði 21,5 milljóna dala hagnaði í fyrra eða jafnvirði 2,4 milljarða króna. Afkoma fyrirtækisins í Bandaríkjadölum talið hefur aldrei verið betri en hún var jákvæð um 20,7 milljónir dala árið 2015. 27. febrúar 2017 17:00