Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 16:35 Sýrlenskur faðir á flótta ásamt barni sínu í Tyrklandi fyrr á þessu ári. vísir/getty Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins. Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins.
Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15
Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00
Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06