Samstöðufundur með flóttamönnum og hælisleitendum á Austurvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 16:35 Sýrlenskur faðir á flótta ásamt barni sínu í Tyrklandi fyrr á þessu ári. vísir/getty Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins. Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Boðað hefur verið til friðsamlegs samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á morgun, 15. ágúst, klukkan 15. Á sama stað og sama tíma hefur Íslenska þjóðfylkingin boðað til þögulla mótmæla vegna nýrra útlendingalaga en Alþingi kemur einmitt saman klukkan 15 á morgun. Í tilkynningu frá aðstandendum fundarins segir að aldrei hafi fleiri verið á flótta í heiminum heldur en nú. Um sé að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þeir eiga engan þátt í að skapa: „Ísland hefur m.a. lögfest Mannréttindasáttmála Evrópu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur því skuldbundið sig til þátttöku í alþjóðlegum friðar og mannúðarverkefnum. Íslensk stjórnvöld verða að leggja sitt af mörkum svo hægt sé að taka á þeim áskorunum sem fylgja auknum straumi flóttamanna sem er ekki mál einstaka ríkja eða einstaklinga heldur mannúðarmál sem snertir okkur öll. Mikilvægt er að þeir sem eru á flótta haldi mannlegri reisn og virðingu. Bæta þarf kerfið sem heldur utan um málefni útlendinga, flóttamanna og hælisleitenda en það þarf fyrst og fremst að hafa mannúð og réttlæti að leiðarljósi. Nýju útlendingalögin eru skref í þá átt. Íslenska þjóðfylkingin, sem er nýstofnaður stjórnmálaflokkur, hefur sagst ætla að afnema nýju útlendingalögin, komist hann til valda, hefur boðað til þögulla mótmæla fyrir framan Alþingi á mánudaginn kl. 15, þegar þing kemur saman eftir frí, einmitt vegna þessara laga. Að því tilefni boðum við til friðsamlegs samstöðufundar með flóttamönnun og hælisleitendum á Íslandi á Austurvelli á mánudaginn, þann 15. ágúst kl. 15. Í myndbandi frá stuðningsmönnum flokksins sem tekið var upp á dögunum segir að stuðningsmenn ætli m.a. að mæta með skilti sem á standi „enga mosku hér“ og „burt með ólögin um flóttafólk og hælisleitendur“ en flokkurinn hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalöggjöfina á Íslandi og koma í veg fyrir að múslimar fái að byggja mosku hér á landi. Við erum öll fyrst og fremst fólk og eigum öll skilið sömu virðingu, réttlæti og réttindi. Mætum og sýnum samstöðu með flóttamönnum og hælisleitendum úti um allan heim, bjóðum vinum okkar og deilum viðburðinum!“ segir í tilkynningu þeirra sem boða til samstöðufundarins.
Flóttamenn Tengdar fréttir Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15 Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00 Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Rauði kross Íslands veitir 12,3 milljónir króna í aðgerðir við Miðjarðarhaf Hafa einnig opnað fyrir söfnun sem rennur beint til björgunar- og stuðningsaðgerða við flóttafólk. 10. ágúst 2016 14:15
Íslensk gæsluflugvél til Miðjarðarhafsins Þótt fréttaflutningur af flóttamannavandanum hafi minnkað er vandinn enn gríðarlegur. 9. ágúst 2016 07:00
Nærri þrjú þúsund hafa drukknað í Miðjarðarhafi á árinu Fjöldinn er mun meiri en á sama tíma síðustu fjögur árin. 22. júlí 2016 11:06