Innlent

Noel fær nýtt GPS-tæki að gjöf

Jakob Bjarnar skrifar
Noel Santillan, ferðalangurinn bandaríski sem mjög hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, íslenskum sem erlendum, eftir að hann villtist alla leið til Siglufjarðar, hefur heldur betur gert góða ferð til Íslands. Nýjasta í því er að hann fékk GPS-tæki að gjöf.

Hann greindi frá því nú fyrir stundu, á Facebooksíðu sinni, að honum hafi áskotnast nýtt GPS-tæki. Hann kom við áðan á Avis bílaleigunni til að kveðja konuna þar sem hafði reynst honum svo ágætlega. En Noel er nú að undirbúa brottför sína heim á leið til Bandaríkjanna.

Því miður var konan ekki við en starfsmenn Avis tóku á móti Noel með kostum og kynjum og leystu hann út með góðum gjöfum. Framkvæmdastjórinn og hans menn gáfu Noel GPS tæki sem þeir sögðu honum að gott væri að hafa við höndina næst þegar hann kemur til Íslands.

Noel er orðinn sannkallaður Íslandsvinur og sagði hann í samtali við Vísi að hann ætlaði sér að koma hingað aftur við fyrsta tækifæri.


Tengdar fréttir

Noel villtist enn og aftur

Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×