Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2018 16:30 Jordan Peterson er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari heims um þessar mundir og var uppselt á báða fyrirlestra hans í Hörpu í vikunni. Vísir/Vilhelm Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. „Lífið er erfitt og þú getur ekki verndað börnin þín. Það sem þú getur gert er að undirbúa þau til að vera sterk, hugrökk og heiðarleg og þrautseig í samskiptum við aðra. Þrautseig manneskja getur staðið andspænis ótta og mætt honum sannfærð um eigin hæfni og getu,“ segir Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði við University of Toronto. Hann segir að frummarkmið foreldra eigi annars vegar að gera börn sín félagslega hæf í samskiptum við önnur börn og innræta í þau hugrekki þannig að þau geti mætt erfiðleikum og mótlæti í lífinu.Sjálfstæði og persónuleg ábyrgð Í raun má segja að þessi innræting um sjálfstæði og persónulega ábyrgð sé rauði þráðurinn í bók Peterson. Uppeldi barna kemur við sögu í einhverri mynd í langflestum köflum bókarinnar. Ellefti kafli bókarinnar fjallar um 11. lífsregluna en hún snýst um það að ekki megi trufla börn þegar þau renni sér á hjólabretti (Do Not Bother Children When They Are Skateboarding). Í þessum kafla rekur Peterson m.a. hvernig börn þurfi stöðugar áskoranir og verkefni til að prófa sig áfram og þroskast. Þannig þjóni til dæmis leikvellir, sem séu gerðir of öruggir fyrir börn, ekki hlutverki sínu enda nenni börn þá ekkert að leika sér á þeim. Þau þurfi áskoranir. Peterson segir ýmislegt benda til þess að börn á Vesturlöndum nútímans séu ofvernduð. Ástæður þess séu margþættar og flóknar. Fyrr á öldum hafi fólk eignast fleiri börn og uppeldi barna hafi ekki bara verið í verkahring foreldranna heldur einnig eldri systkina. Að ofvernda börn hafi ekki verið valkostur. Peterson segir að foreldrar geti valdið börnum sínum tjóni með því að vernda þau gagnvart hættum og erfiðleikum því þannig öðlist þau ekki sjálfstæði. Börn þurfi fyrst og fremst hvatningu og leiðbeiningar en ekki vernd foreldra sinna. Börn þurfi að kynnast erfiðleikum og mótlæti til að vita hvernig eigi að sigrast á þeim síðar á lífsleiðinni. Rætt var var við Jordan Peterson í Íslandi í dag í kvöld. Nálgast má viðtalið hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Geta hvítir karlar í forréttindastöðu skilið þjáningar kvenna? Rætt verður við Jordan Peterson, höfund 12 Rules for Life: An Antidote to Chaos, í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. 5. júní 2018 14:15