Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 18:45 Samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þá hafa félögin komist að nýju samkomulagi um lokagreiðslu en hún mun koma þremur mánuðum seinna en áður áætlað var. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group. Í desember síðastliðnum tilkynnti Icelandair Group að gert væri ráð fyrir því að gengið yrði frá kaupunum í lok febrúar á þessu ári. Áður var stefnt að því að þau yrðu kláruð undir lok síðasta árs en samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Heildarkaupverð hlutarins er sagt vera rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala), er fram kemur í tilkynningunni. Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónir Bandaríkjadala). „Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir Bandaríkjadala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs þann 28. febrúar nk.“ Fram kemur í tilkynningunni að afhending á bréfum Icelandair Hotels fari fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þá hafa félögin komist að nýju samkomulagi um lokagreiðslu en hún mun koma þremur mánuðum seinna en áður áætlað var. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group. Í desember síðastliðnum tilkynnti Icelandair Group að gert væri ráð fyrir því að gengið yrði frá kaupunum í lok febrúar á þessu ári. Áður var stefnt að því að þau yrðu kláruð undir lok síðasta árs en samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Heildarkaupverð hlutarins er sagt vera rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala), er fram kemur í tilkynningunni. Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónir Bandaríkjadala). „Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir Bandaríkjadala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs þann 28. febrúar nk.“ Fram kemur í tilkynningunni að afhending á bréfum Icelandair Hotels fari fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira