Innlent

Braut fjölmörg umferðarlög á flótta undan lögreglunni

Andri Eysteinsson skrifar
Töluvert af málum kom upp hjá LRH í nótt.
Töluvert af málum kom upp hjá LRH í nótt. Vísir/Vilhelm

Fimm manns gistu fangaklefa í nótt en mikið af ölvunartengdum málum komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.

Einn þeirra er færðir voru til fangaklefa var maður sem reyndist hafa verið til vandræða á hóteli í borginni, er hann sagður hafa verið í annarlegu ástandi og gisti í fangaklefa þar til ástand hans lagaðist.

Þá var einn handtekinn eftir eftirför lögreglu, var maðurinn undir áhrifum fíkniefna og er sagður hafa brotið fjölmörg umferðarlög á meðan að á eftirför lögreglu stóð en lögregla hafði hendur í hári mannsins í hverfi 108.

Þá var einn handtekinn í Hafnarfirði vegna líkamsárásar og í Kópavogi var erlendur aðili handtekinn þar sem hann gat hvorki gert grein fyrir sér né framvísað skilríkjum.Báðir voru í kjölfarið vistaðir í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×