Fótbolti

Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg og Dóra Gylfa er Þróttur varð Evrópumeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
heidarhelgu

Eins og kom fram á Vísi í gær unnu Þróttarar dramatískan 3-2 endurkomusigur í sýndarleiknum á móti Barcelona um helgina en leikurinn var liður í fjáröflun knattspyrnudeildar Þróttar á erfiðum tímum kórónuveirunnar.

Í tvígang höfðu Börsungar komust yfir í leknum gegn Heiðar Helguson og Oddur Björnsson jöfnuðu fyrir Þrótt áður en gamla kempan Halldór Hilmisson skoraði sigurmarkið.

Leikurinn var líkt og áður segir fjáröflun hjá Þrótti en eins og mörg önnur félög reyna Þróttarar að fara nýstárlegar leiðir til þess að safna pening þessa daganna enda seinkar íslenska fótboltasumrinu eitthvað.

Hörður Magnússon sparkspekingur og Halldór Gylfason leikari lýstu leiknum af sinni alkunnu snilld og voru mörkin í leiknum sýnd í Sportinu í dag sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×