Innlent

Leggja til staðbundið bann við humarveiðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Humarstofninum hefur farið hnignandi undanfarin ár og leggur Hafró til að hann verði aðeins veiddur til rannsókna á þessu ári.
Humarstofninum hefur farið hnignandi undanfarin ár og leggur Hafró til að hann verði aðeins veiddur til rannsókna á þessu ári. Hafró/Svanhildur Egilsdóttir

Veiðar á humri verða bannað á Jökuldjúpi og Lónsdjúpi til að vernda uppvaxandi humar til viðbótar við fyrri bönn samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem var birt í gær. Aðeins verða leyfðar veiðar á humri til rannsókna á stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins.

Stofnstærð humar lækkaði um fimmtung í fyrra borið saman við árið 2016. Á sama tíma hefur veiðihlutfall minnkað úr  1,9% í 0,4%, að því er segir í tilkynningu Hafró. Þéttleiki humarholna við Ísland er einnig sagður mælast með því lægsta sem þekkist á meðal humarstofna sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) veitir ráðgjöf um.

Nýliðun í stofninum er talin í sögulegu lágmarki og árgangar frá 2005 séu mjög litlir. Búast megi við áframhaldandi minnkun stofnsins verði ekki breyting á.

Því leggur Hafró til að humarafli ársins verði ekki meiri en 214 tonn svo fylgjast megi með stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur stofnunin að veiðar með fiskbotnvörpu verði áfram bannaða á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×