Innlent

Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum

Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi.

Lögreglan á Selfossi fór fram á það í hádeginu í dag að Gunnar skyldi sæta gæsluvarðhaldi í tvær vikur vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart þremur ungum börnum. Brotin eru sögð hafa átt sér stað fyrir tveimur til þremur árum síðan.

Gunnar var handtekinn í gær og við húsleit hjá honum fannst umtalsvert magn tölvugagna sem hann viðurkenndi að innihéldi barnaklám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×