Mikil sóun í einnota kaffihylkjum Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Áætlað er að 1/3 af heildarþyngd hvers kaffihylkis sé umbúðir. Vísir/AFP Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta. Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Líklegt er að stærstur hluti einnota hylkja eins og fara í Nespresso-kaffivélar fari beint í ruslið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir mikla sóun felast í kaffihylkjum af þessu tagi. Bónus greindi frá því í síðustu viku að Nespresso-hylki verði seld í verslunum fyrirtækisins. Hylkin eru framleidd úr áli en umhverfisáhrif þeirra hafa verið gagnrýnd víða um heim og hafa þau jafnvel verið bönnuð sums staðar. „Vandamálið er að fólk er ekkert að flokka þetta frá. Þetta er það lítið þannig að ég hugsa að langmest af þessu fari bara í ruslið. Það er náttúrulega vandamálið,“ segir Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í neytendateymi Umhverfisstofnunar, um hvers vegna einnota hylkin séu erfið í endurvinnslu.Nespresso-hylki geta farið beint í málmendurvinnsluSum einnota kaffihylki af þessu tagi eru gerð úr plasti og þar hefur lífrænn úrgangur sett strik í reikninginn fyrir endurvinnslu þeirra. Það er þó ekkert vandamál fyrir málmhylkin úr Nespresso-vélunum sem ekki þarf að þrífa eins vandlega. Birgitta segir að ál sé sérstaklega óhentugt í einnota umbúðir ef það skilar sér ekki í endurvinnslu. Ál sé dýrmætur málmur og vinnsla þess sé afar orkufrek og slæm fyrir umhverfið. Endurvinnsla álsins þarfnast aðeins um það bil 5% orkunnar sem fer í frumvinnsluna og því er mikill ávinningur falinn í því að endurnýta málminn. „Þar af leiðandi er það náttúrulega ótrúlega mikil sóun af við erum að missa svona mikið út af málmum. Þá þurfum við náttúrulega bara að grafa upp meira,“ segir Birgitta.Mikil verðmæti fara til spillis ef áli er hent í ruslið frekar en að það sé endurunnið.Vísir/AntonMiklar umbúðir fyrir hvern kaffibollaFramleiðendur Nespresso hafa varið vöru sína með því að vísa til þess að kaffihylkin dragi úr vatns- og matarsóun. Birgitta segir vandamálið hins vegar hversu mikið falli til fyrir hvern kaffibolla. Aðeins einn kaffibolli fáist úr hverju hylki og því fylgi einnota hylkjunum miklar umbúðir á hvern bolla. „Að flokka, sama hvort það er plast eða málmur, þá bara að skila öllu á réttan stað svo að við séum ekki að missa þetta út úr hringrásinni,“ eru skilaboð Birgittu til þeirra sem nota kaffivélar á borð við Nespresso með einnota hylkum.Hugsa ekki út í auðlindirnar sem fóru í kaffi sem er hellt niðurHún bendir einnig á að Íslendingum sé tamt að hella upp á mikið kaffi í einu og hella afganginum niður. Þeir hugsi hins vegar ekki til þess hversu miklar auðlindir hafi farið í framleiðslu kaffisins og baunanna, til dæmis vatn í löndum þar sem skortur er á því. „Það á við sama og alls staðar, þú átt ekki að búa til meira en þú ætlar að drekka. Það er alveg sama hvort þú ert með svona bolla eða uppáhellt kaffi,“ segir Birgitta.
Tengdar fréttir Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30 Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Umhverfisáhrif einnota kaffihylkja eins og Bónus selur gagnrýnd Einnota kaffihylki eins og þau sem Bónus hefur nú tekið til sölu hafa meðal annars verið bönnuð í þýsku borginni Hamborg. Notuð hylkin enda að miklu leyti í uppfyllingum þar sem þau taka aldir að brotna niður. 4. ágúst 2017 11:30
Bónus byrjað að selja Nespresso hylki Verslanir Bónus hófu í dag sölu á Nespresso kaffihylkjum. 3. ágúst 2017 14:56