Enski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Óskiljanleg ákvörðun dómarans

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Furðuleg uppákoma var í leik Selfoss og ÍA í Pepsi-deild kvenna í gær þegar mark var dæmt af Selfyssingum.

Selfoss virtist hafa jafnað metin í 2-2 þegar varamaðurinn Fríða Halldórsdóttir skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Bríet Bragadóttir virtist dæma markið gott og gilt þar til að skyndilega hún ræddi málið við aðstoðaradómara sinn og dæmdi það svo af.

Helena Ólafsdóttir tók málið fyrir í þætti kvöldsins í Pepsi-mörkum kvenna en það er hið furðulegasta.

„Mér þætti gaman að bara hringja í hann [aðstoðardómarann]. Er ekki sími hérna hjá okkur,“ sagði Helena í léttum dúr.

Svo fór að markið var dæmt af eins og sjá má hér fyrir ofan.

Pepsi-mörk kvenna eru á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkkan 18.40 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×