Óttast að vera knésettir af verksmiðjufjósum Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Landbúnaður Kúabændur eru uggandi yfir þeim möguleika að stór verksmiðjufjós muni gera út af við hefðbundin fjölskyldubýli á næstu árum. Dótturfélag útgerðarinnar Skinney-Þinganes rekur eitt stærsta kúabú landsins á Flatey á Mýrum en þegar það verður komið til fullra afkasta verða um 240 kýr í fjósinu. Vonir standa til að það muni framleiða tvær milljónir mjólkurlítra á ári. „Þetta er vissulega ákveðið umhugsunar og áhyggjuefni. Þetta er á skjön við það sem við köllum fjölskyldubú enda eru þetta miklar stærðir,“ segir Valdimar Guðjónsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Sterkur orðrómur hefur verið uppi á meðal bænda að uppbygging Skinneyjar-Þinganess á Flatey á Mýrum sé aðeins fyrsti áfangi af þremur og áform séu um að fjölga mjaltaróbótum verulega. Stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess, Gunnar Ásgeirsson, hafnar því þó alfarið í samtali við Fréttablaðið að slík áform séu uppi. Fjósið sé enn ekki komið í full afköst en nú eru um 160 kýr í því. Ekki standi til að stækka enn frekar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er búið að mestu rekið með starfsfólki og vinna á jörðinni, svo sem sláttur, sé keypt þjónusta af verktökum. Valdimar segir að samkvæmt nýjum búvörusamningum sé miðað við að skerða beingreiðslur til bænda eftir stærð búanna. Það muni hjálpa smærri býlum að keppa við stór verksmiðjufjós. Hann segir mjólkurbúskap ekki sérstaklega ábatasaman bransa. „Stórir aðilar hafa áður reynt að koma inn á þennan markað en afkoman hefur ekki þótt þvílík uppgrip að fáir hafa enst. Hvað sem verður núna. Það þurfa að vera fjársterkir aðilar til þess að þetta gangi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira