Maður kaupir ef maður fílar Gunnar Á. Ásgeirsson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Sjá meira
Þetta er setning sem heyrist gjarnan frá þeim sem eru hvað mestir baráttumenn í því að réttlæta ólöglegt niðurhal. Tímarnir eru breyttir og hinn týpíski neytandi er farinn að hegða sínu neyslumynstri allt öðruvísi en áður var. Í dag þarf í flestum tilfellum alls ekki að fara ólöglega leið til þess að tékka hvort maður fíli viðkomandi efni. Nánast alla tónlist er hægt að hlusta á löglega á Spotify sem er snilldar uppfinning, þar hefur maður uppgvötað alls konar skemmtilega tónlist og ég kaupi mjög reglulega efni sem ég hef tékkað fyrst á á Spotify. Hvað bækur varðar er hægt að fara á bókasafnið, leigja sér bók upp á gamla mátann og ef manni finnst bókin svo mikil snilld að maður vilji eiga hana uppi í hillu eða rafbók í Kindle þá er hægt að fara og kaupa hana.Greiða fyrir ákveðna þætti?En þá er komið að málaflokknum sem veldur hvað mestu fjaðrafoki og það er kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Kvikmyndirnar eru vissulega hægt að sjá í kvikmyndahúsi þegar þær eru nýjar og eru þær svo mjög fljótlega komnar á voddið og þar má horfa á þær líka fyrir sanngjarnt verð, þannig gengið að efninu löglega og er alls engu ábótavant og hægt að horfa á kvikmyndir á góðu verði á voddinu. Svo aðgengið er bara fínt á þessu efni en það er þó einn flokkur sem er ekki svona aðgengilegur. Og það eru sjónvarpsþættir og þá sérstaklega íslenskir sjónvarpsþættir. Ég er ekki áskrifandi að Stöð 2 vegna þess að ég horfi svo lítið á sjónvarp og hef hreinlega ekki tíma fyrir mikið sjónvarp inn í mitt líf. En þrátt fyrir að ég horfi lítið á sjónvarp þá eru einstaka íslenskir þættir inn á milli á Stöð 2 sem ég væri alveg til í að sjá og borga fyrir. Gott dæmi er að síðasta haust var þriðja sería ef Rétti sýnd á Stöð 2. Ég hefði svo glaður viljað borga vikulega, tja segjum 450 kr. fyrir áhorf á hverjum þætti af Rétti en sá möguleiki var ekki í boði. Ef sá möguleiki hefði verið opinn og ég borgað mínar 450 kr. vikulega fyrir áhorf á þættinum hefði ég verið búinn að greiða eftir seríuna 4.050 kr. í heildina bara fyrir þetta tiltekna efni. Sem mér finnst bara mjög sanngjarnt og gott í staðinn fyrir að hafa borgað áskrift að Stöð 2 í rúma tvo mánuði sem ég hef ekkert við að gera og mun ekki fá mér. Ég missti þess vegna af Rétti og hef ekki enn þá séð þessa þætti, er að bíða eftir því að sjá þá til sölu á DVD en ég hef hvergi séð þá í boði. Ég var rétt í þessu að skoða SíminnBíó leiguna og þar eru þættirnir ekki enn í boði. Mig langar að sjá þá og vil alveg borga fyrir það en aðgengið að þeim er bara ekki til staðar. Ég skil gremju tónlistarmanna, kvikmyndagerðarmanna og rithöfunda ef efninu þeirra er niðurhalað af netinu eða þegar sjónvarpsþáttum er niðurhalað og svo tala framleiðendur um tekjutap vegna niðurhals. Hvaða tekjutap? Það er ekki í boði að fá að borga fyrir sumt efni þó fólk vilji það. Þannig að ef sjónvarpsþáttum er niðurhalað á netinu þá er það ekki samasemmerki um tekjutap þegar það var aldrei hægt að nálgast efnið löglega með því að borga fyrir hvern og einn þátt. Það hentar mér allavega ekki að kaupa áskrift að heilli sjónvarpsstöð og einhverjum skemmtipakka þegar ég ætla bara að fylgjast með fréttum sem eru í opinni dagskrá og einni sjónvarpsþáttaseríu. Nú í haust eru að hefja göngu sína þættirnir Borgarstjórinn á Stöð 2 og ég skora á 365 miðla að gera tilraun og bjóða þeim sem ekki eru áskrifendur að Stöð 2 að kaupa aðgang að hverjum þætti fyrir t.d. 450 kall um leið og þátturinn er sýndur í sjónvarpi. Er alveg viss um að tugþúsundir eiga eftir að nýta sér það og þar á meðal ég. Það er ekki hægt að kvarta undan tekjutapi þegar það er ekki í boði að fá að borga fyrir efnið fyrr en seint og síðar meir. If you can't beat them, join them.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun